Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Löggæslusvið

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.

Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt  og rannsóknardeild.

Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.

logreglusvid

Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.

Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.

Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudaginn í síðustu viku, en þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki. Þegar lögreglan kom á vettvang voru árásarmennirnir á bak og burt, en hún hitti fyrir þann sem fyrir árásinni varð og var viðkomandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en um grófa árás var að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni, en lögreglan telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Þetta er bara ömurlegt að lesa og horfa á í fréttunum í gærkv 😢Og sjá að það er fullt af fólki að horfa og enginn virðist koma til hjálpar😢 hvað er að fólki þarna 🤔🤬

Mér finnst hræðilegt að heyra þessa grimd.Hafa þessir unglingar ekki fengið neitt uppeldi.Blessaður drengurinn ❤

Vonandi klúðrar lögreglan ekki málinu.... en miðað við frásögn föður, vofir það yfir.

Treysti ykkur til að taka af fullri alvöru á þessu máli. Svona lagað verður að uppræta - ef mögulegt.

Ég treysti því að þið gerið ykkar besta við að leysa þetta mál. Enginn á að þurfa að ganga í gegnum svona hluti

Er ekki hægt að kæra þessa árásamenn fyrir tilraun á manndrápi. Hrikalegt að svona gerist 😢

Sigurður Hólm Gunnarsson var í frèttinni. Hann kom að barsmíðum á sama dreng í Grafarvogi, og líka núna.... talið við hann.

Ég fagna því að sjá að lögreglan leitar upplýsinga og ætlar ekki að láta þetta mál óafskipt! hringbraut.frettabladid.is/frettir/logreglan-oskar-eftir-adstod-sast-thu-hvad-gerdist-i-kopavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - greinin í fréttablaðinu er ekki að mála fallega mynd af ræfilsskapnum í ykkur. Hvað kemur næst? Köld ræða frá lögreglustjóra með einhliða upplýsingum um að þið hafið gert allt rétt? Fokkið ykkur.

En hvað á þetta að þýða? Að lögreglan hafi gleymt að fá túlk þó hafi verið beðið um það? Að það sé tekin skýrsla af drengnum meðan faðir hans skilur ekki neitt af því að lögreglan gleymdi að fá túlk eins og hún var beðin um? Og þess þá heldur að skýrslan sé ekki lesin upp fyrir föðurinn og honum sé gert að skrifa undir án þess að lögregla hafi fengið túlk eins og hún var beðin um að gera. Það að faðirinn hafi ekki skilið neitt meðan var tekin skýrsla af ólögráða syni hans og föður gert að skrifa undir bara eitthvað á blaði þar sem skýrslan var ekki einu sinni lesin fyrir hann, eins og fram kemur í fréttinni, finnst mér grafalvarlegt mál. FInnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð? www.frettabladid.is/frettir/fadir-drengsins-sem-vard-fyrir-hoparasinni-i-kopavogi-stigur-fram/?fb...

MÁNUDAGINN I SÍDUSTU VIKU ???? Stadfestja síma theirra sem voru á svædinu ... drengurinn hefur fengid hótanir .. ætti ekki ad vera erfitt ad rekja thau skilabod .. engin kom drengnum til hjálpar er thad ekki saknæmt .. nú verdur Sigrídur ad gera grein fyrir vinnubrögdum lögreglu. Yfirklór dugar ekki !

Hljómar eins og að þið hafið engan áhuga á þessu máli, gátuð ekki einu sinni útvegað túlk? Hvað er að? Er þetta ekki nógu alvarlegt mál til þess að það sé unnið rétt? Það er eitthvað mikið að hjá ykkur.

the family had massages from boys who send to this boy aggressive sms .... sooo?

View more comments

Ökumaður sem er staðinn að því að nota farsíma eða annað snjalltæki án handfrjáls búnaðar við akstur er sektaður um 40 þúsund krónur. Sektin var áður 5 þúsund krónur, en hún var hækkuð vorið 2018 í þeirri viðleitni m.a. að draga úr þessari stórhættulegu háttsemi í umferðinni enda má rekja mörg umferðarslys til notkunar síma eða snjalltækja undir stýri. ... Sjá meiraSjá minna

Video image

Comment on Facebook

Þessi hækkun á sekt virðist ekki hafa mikil áhrif á fólk. Alls staðar sér maður fólk í símanum.

Einmitt

lögreglan vill fínna allt sem hreyfist, veita þér meira vald, þú munt finna allt sem andar

Gott mál og ég vona innilega að þið fáið auka framlag til að geta fylgt þessari reglugerð eftir!

Þið mættuð alveg fylgjast með fólkinu sem er í kringum Egilshöllina milli 16-18:30 þið gætuð alveg haft fínt uppúr því. Bæði símanotkun og að leggja ólöglega.

Ég hef fengið tvo bíla aftan á mig og bæði skiptin kyrrstæður. Ég er viss um að báðir bílstjórarnir hafi verið í símanum og ekki séð mig né annað. Lögreglan kannaði ekki símana og þeir sluppu við sekt og voru auk þess í órétti. Af hverju er svona ekki skoðað, því ég er viss um að þetta er mjög algengt. Megið þið ekki skoða sína á eða nennið þið því ekki? Ég er enn í basli með skrokkinn eftir árekstra á.

Hver keyrir með báðar hendur á stýri?

Það hefur nú því miður lítið breyst þessi vitleysingar eru en að skoða símana sína og blaðra við akstur

Hækka sektinna bara meira

Gott mál.

Þegar verður slys þar sem bílstjóri er undir áhrifum áfengis/vímuefna er það oft tekið fram í fréttum af slysinu. Ég man ekki eftir að hafa séð frétt af bílslysi þar sem sagt er að ökumaður sé grunaður um að hafa verið í símanum. Fólk virðist ekki hafa sömu tilfinningu fyrir afleiðingum símanotkunar eða drykkju undir stýri. Ég velti mér hvort fréttaflutningur af þess konar slysun gæti haft meiri áhrif.

Það er ekki nóg að búa til sektatölu ef enginn er til að framfylgja því

hækkun sekta hefur einga þíðngu þegar að eingin er til að fylgas með

Luv it!!! Meiri sektir! Og ekkert kjaftæði undir stýri

Átak i að stoppa og sekta fólk fyrir þetta brot gæti hrært aðeins upp i fólki. Nokkrir dagar = smá vakning = tekjur i ríkissjóð

Afhverju gerir lögreglan ekkert í því?

Uu hva með taxa sem nota mapið til sækja og ferðast með fólk ????

Má þá ekki láta farðegan halda símanum við eyrað á manni? Telst það sem handfrjáls búnaður?

Ég sé alltof marga nota farsíma undir stýri bæði á Íslandi og í Noregi. Að mínu mati ætti refsingin að vera mikið stærri en hún er.

Sektin þarf að vera hærri !,

Það skiptir engu mali hver sektin er ef það er ekki tekið á því að beita þeim...

Hvernig er það ef maður er með símahaldara í bílnum (fyrir ofan útvarpið) og er að keyra eftir google maps? Er sekt við því?

Á sama tíma er það látið líðast, að lögreglumaður, einn í bíl, sé auk þess að stjórna bifreiðinni, að fylgjast með annarri umferð og að stjórna radarnum. Sér enginn neitt bogið við þetta?

Hvernig er það með snjallútvörp eins og í flest öllum nýjum bílum? Má maður ekki skipta um stöðvar og fleira?

View more comments

Búið er að opna aftur fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð þar á sjötta tímanum í dag. Við viljum jafnframt vara við því að það er slæmt veður á Kjalarnesi þessa stundina, blint og mjög hvassar vindhviður. Förum því gætilega. ... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram