
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.
Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt og rannsóknardeild.
Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.
Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.
Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.
Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Þrír aðilar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 14. september, í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. Einn til viðbótar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en sá hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála.
Um er að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Málið er tilkomið vegna frumkvæðisrannsókna á skipulagðri brotastarfsemi og miðar rannsókn þess vel.
... Sjá meiraSjá minna
flottur árangur hjá lögreglunni, þetta magn hefði getað orðið æði mörgum að bana.
Það er rigning í kortunum þennan daginn, en veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er annars svohljóðandi: Vaxandi suðaustan átt með rigningu, 10-18 með morgninum, en hvassara á Kjalarnesi. Snýst í hægari suðlæga átt með skúrum eftir hádegi. Austan og síðan norðan 5-10 og dálitlar skúrir á morgun. Hiti 6 til 12 stig.
Þau sem hyggjast ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu ættu að hafa hugfast að gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Faxaflóa til kl. 14. Þá er eldgosasvæðið í Meradölum lokað í dag, en um það má lesa í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum sem birt var á lögregluvefnum í gær.
... Sjá meiraSjá minna
Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. september, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum.
Maðurinn, sem var handtekinn í byrjun mánaðarins, er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.
... Sjá meiraSjá minna
Svo fær hann 1-2 ára skilorðsbundinn dóm og nokkura mánaða laun í sekt, ef svo ólíklega vill til að hann tapi málinu. Grátlegt.
Gelda hann.
Hvað er að frétta af arion konunni sem lamdi mann. Eða konunni sem beit mann í andlitið.