Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Löggæslusvið

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.

Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt  og rannsóknardeild.

Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.

Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.

Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.

Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hér eru nokkur góð ráð sem ávallt er vert að hafa í huga þegar farið er í fríið. ... Sjá meiraSjá minna

Hér eru nokkur góð ráð sem ávallt er vert að hafa í huga þegar farið er í fríið.

Í kvöld er stefnt á að malbika báðar akreinar á Bústaðavegi, frá Litluhlíð að Kapellutorgi. Kaflinn er um 440m að lengd og verður Bústaðavegi lokað að hluta meðan á framkvæmdum stendur. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 19 til 6 í nótt.
Ökumenn eru beðnir um að aka varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Get home safe, and drive carefully people

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram