
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.
Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt og rannsóknardeild.
Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.
Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.
Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.
Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
11 tímum síðan
Margt hefur breyst í áranna rás, ekki síst lögreglubifreiðar. ... Sjá meiraSjá minna
🚦🚓
❤
Mjög flottar myndir - jákvæðnisátak í löggunni!
Man eftir þessum Chevy þegar löggan kom á honum vegna áreksturs á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu á sjöunda áratugnum + - 1960. :)
Hver á bílinn R9723 hann hefur ekki farið í skoðun síðan 1998
Væri gaman að setja inn nöfnin á lögreglumönnum.
Já mikil breyting
Hva...engin "Svarta María"?...takk fyrir þessar skemmtilegu myndir...hef aldrei komið í lögreglubíl enda afspyrnu löghlýðin...ekki hrifin af litnum á lögreglubílum í dag en löggan alltaf jafn flott ❤
Væri gaman að sjá myndasyrpu sem sýnir þróuninna til dagsinns í dag ;)
Er vitað um nöfnin á lögreglumönnunum?
Þarna er hann Magnús 🙂 við ,, Perluna”
Gaman að sjá þróun bíla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
2 dögum síðan
Við ítrekum skilaboðin frá því í gærmorgun enda full ástæða til:
Farið varlega í umferðinni.
Það er MJÖG lúmsk hálka víða á höfuðborgarsvæðinu. ... Sjá meiraSjá minna
Ég nota hlýjuna sem fylgir góða skapinu til þess að bræða alla hálku!
Broddarnir björguðu í morgungöngunni
Er hún jafn lúmsk og heimskautarefur sem var áður lektor í lymsku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, en hefur látið af störfum eftir að honum bauðst staða í lymskumálaráðuneytinu þar sem hann starfar nú sem sérlegur ráðgjafi í lymsku og lævísi?
Á ekkert að fara salta ????
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
3 dögum síðan
Farið varlega í umferðinni.
Það er MJÖG lúmsk hálka víða á höfuðborgarsvæðinu. ... Sjá meiraSjá minna
Hákon Ertu ekki að standa þig í saltinu?
Nazima Kristín Tamimi PASSAÐU ÞIG Á HÁLKUNNI