
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.
Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt og rannsóknardeild.
Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.
Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.
Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.
Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Að vanda var nóg að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um páskana. Umferðarmálin voru þar fyrirferðarmikil en fjörutíu og fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur í umdæminu. Hraðakstur var líka áberandi, en grófasta hraðakstursbrotið átti sér stað á Suðurlandsvegi, en þar mældist bíll á 183 km hraða. Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir þennan ofsaakstur.
Þá var tilkynnt um tuttugu og eina líkamsárás, þar af þrjár alvarlegar, og farið var í um tíu útköll vegna heimilisofbeldis. Talsvert var um þjófnaði, en m.a. voru sjö innbrot tilkynnt til lögreglu. Um var að ræða fimm innbrot í fyrirtæki/stofnanir og tvö í geymslur.
Loks má nefna að fjarlægð voru skráningarnúmer af um þrjátíu bílum í umdæminu, en þeir voru ýmist ótryggðir eða óskoðaðir.
... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Takk fyrir ykkar störf 👌
Takk fyrir ykkur! ❤️
Kæra lögreglufólk . Takk fyrir ykkar störf fyrir okkur borgarbúa. Gott að vita af ykkur á vakt alla daga og nætur ef maður þyrfti að ná í ykkur. Ómetanlegt
Kærar þakkir fyrir öll ykkar góðu störf 😘
Gleðilega páska. ... Sjá meiraSjá minna
122 CommentsComment on Facebook
Gleðilega páska! 🐣
Gleðilega páska 🐣💛🐣
Gleðilega páska
Gleðilega páska duglega fólkið okkar 💛🐥🌼🌻
Um vorhreinsun gatna í Reykjavík.
SMS símaskilaboð með dagsetningum hreinsunar eru send til íbúa og merkingar settar upp í götum áður en þær eru sópaðar og þvegnar. Til þess að allt gangi sem best biðjum við þig um að færa bílinn þinn af almennum svæðum í götunni.
... Sjá meiraSjá minna
9 CommentsComment on Facebook
Hvenær á að fara að sekta þá sem færa ekki bílana sína? Hvernig væri að fara að koma borginni í skipulag varðandi hreinsun gatna. Sjá hvernig aðrar borgir gera þetta og gera eins. Það er enn eins og við séum smábær úti á landi sem reiðir sig á góðmennsku bæjarbúa. Í miðborginni(og mörgum öðrum borgarhlutum) virðist fólki drullusama og færir ekki bílana sína á hreinsunardögum, eða túristar sjá ekki skiltin. Það á að þrífa hverja götu einu sinni í viku á vissum tíma dagsins. Setja háa sekt á þá sem ekki færa bílana sína. Þetta er gert í stórborgum víða um heim og í mörgum borgum eru bílarnir meira að segja dregnir í burtu og eigandinn þarf að borga hann út af geymslusvæðum.
Nú er Laugardalurinn bæði í 104 og 105. Er það kannski þess vegna sem mitt hverfi verður stundum útundan? Er í 105.
Hvaða hluti af Breiðholti er í póstnúmeri 119?
Ætlið þið þá að stöðva og sekta þá sem skíta út göturnar. Eða erum við bara að eyða stórfé í þrif sem eru eyðilögð samdægurs af malar flutningabílum sem keyra drulluskítugir af vinnusvæðum án dúks yfir farmi og dreifa drullu um allar trissur.