Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Löggæslusvið

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.

Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt  og rannsóknardeild.

Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.

logreglusvid

Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.

Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.

Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

„Þegar við vorum að ganga úr kirkjunni og meðfram þinghúsinu sletti hann einhverju á þingmenn sem seinna kom í ljós að var útþynnt skyr. Við fengum nokkuð margir væna gusu. Það kom mest á mig og Hannibal Valdimarsson. Ég var allur útataður í þessu. Við vorum að skafa af fötunum á snyrtingunni á Alþingi á eftir,“ sagði Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum þegar fræg mótmæli Helga Hóseassonar við þingsetninguna árið 1972 bar á góma. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessari eftirminnilegu uppákomu fyrir tæplega hálfri öld. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Man eftir þessu atviki

Fannst þetta svo sorglegt og bara allt með kallangann.

Þeir sletta skyrinu sem eyga það. Gamalt máltæki.

Núna muna allir efrir Helga en enginn eftir þeim. Svo hafði hann líka rétt fyrir sér

Kall greyið. Var hann ekki ósáttur við að geta ekki breytt nafni sínu eða eitthvað svoleiðis

View more comments

Snjóflóð féll ofan við skíðaskála KR í Skálafelli á öðrum tímanum í dag, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 13.34. Tveir voru þar á ferð og lenti annar þeirra í flóðinu en hinn ekki. Fljótlega náðist þó samband við þann sem var fastur í flóðinu og kvaðst sá vera óslasaður. Viðbragðsaðilar voru þá þegar lagðir af stað á vettvang og komu að manninum um tvöleytið, en þá var hann laus úr flóðinu. Hann var óslasaður, eins og fyrr segir, og sama átt við um samferðamann hans.

Lögreglan minnir fólk á að fara varlega þegar farið er til fjalla og að hafa meðferðis öryggisbúnað eins og snjóflóðaýlur.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram