Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Löggæslusvið

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.

Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt  og rannsóknardeild.

Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.

Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.

Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.

Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Frábær dagur fyrir útivinnu og enn betri dagur til að vera í fríi. ... Sjá meiraSjá minna

Frábær dagur fyrir útivinnu og enn betri dagur til að vera í fríi.

9 CommentsComment on Facebook

Gangi ykkur vel í dag og alla daga. Takk fyrir ykkar störf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Eins og alltaf er besta veðrið þegar maður þarf að vera í vinnunni 😁

Þessi stytta er ADHD byrjar frábærlega klárar samt aldrei

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarna hafi þið miskilið að seta mann í steininn 😆

Eftir hvern er þessin ?

View more comments

Góða helgi, öllsömul. ... Sjá meiraSjá minna

Góða helgi, öllsömul.

26 CommentsComment on Facebook

Takk sömuleiðis 🥰

island.is/uppfletting-i-oekutaekjaskra?vq=ZNZ94 Er við vinnu við smáralind, kópavogi. Skjalafals(skráð sem landbúnaðartæki), skattsvik(ökuriti, lituð olía), akstur í umferð án réttinda(meirapróf CE/DE), vélknúið ökutæki án dráttarheimildar(gröfur og aðrar vinnuvélar hafa ekki dráttarheimild í almennri umferð) að draga 13T eftirvagn (ökuriti, kvörðun á hjólbörðum, þungaskattur). Góða helgi sömuleiðis.

Sömuleiðis til ykkar 🙏😊

😀góða helgi til ykkar hetjurnar okkar 🥰

Góða helgi.

View more comments

Dagana 1.- 6. júní sl. tóku íslensk lögregluyfirvöld þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Aðgerðirnar, undir heitinu Global Chain, náðu til 43 landa þar sem sjónum var beint að mansali með sérstaka áherslu á kynferðislega hagnýtingu (vændi), þvingaða brotastarfsemi og betl. Hér á landi var farið á þriðja tug staða/heimila og athugað með um 250 manns. 36 af þeim voru taldir hugsanlegir þolendur mansals og var öllum boðin viðeigandi aðstoð. Langflestir voru frá Rúmeníu og konur í miklum meirihluta, eða 32. Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi, en fólkið er á aldrinum 19-54 ára. Umrædda daga voru enn fremur greind 215 flug m.t.t. hugsanlegra fórnarlamba mansals og brotamanna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, embætti ríkislögreglustjóra og tollgæslan tóku þátt í aðgerðadögunum.
... Sjá meiraSjá minna

22 CommentsComment on Facebook

Vel gert! 👏🏻👏🏻👏🏻 En athugið að þolendur mansals selja sig ekki í vændi. Þau eru seld í vændi. Það er mikill munur þar á! Setningin: “Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi…” er beinlínis röng og þarf að umorða. Það skiptir máli hvernig við tölum.

Vel gert. 👏

Vel gert

Vonandi verður gerendur henni t út úr landinu

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram