Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Stoðdeildir löggæslusviðs

Stoðdeildir löggæslusviðs eru tvær, tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild.

Stoðdeildir löggæslusviðs

Þessar deildir aðstoða aðrar deildir og svið lögreglu í rannsóknum þar sem sérfræðiþekkingar er þörf.

Tæknideild fer með viðameiri rannsóknir á vettvangi glæpa, bruna eða slysa.

Tölvurannsóknar- og rafeindadeild sinnir rannsóknum á tölvum og öðrum er viðkoma rafeindatækni eins og úrvinnslu úr eftirlitsmyndavélum.

Þessar deildir koma öðrum starfssviðum og deildum til aðstoðar og taka ekki við erindum beint frá almenningi.

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Vissir þú að öll skotvopn eiga að vera vörsluð í þartilgerðum skotvopnaskáp?

Fyrr á árinu urðu breytingar á vopnalögum þess efnis að núna þarf að varsla öll skotvopn í læstum skotvopnaskáp:

• Hann skal gerður úr stáli og þykkt hliða, gafls og hurðar skal að lágmarki vera 2 mm.
• Hurð og dyrakarmur skulu útbúin þannig að ekki sé unnt að opna skápinn með auðveldum hætti þó svo að lamir hafi verið fjarlægðar.
• Hann skal búinn minnst einum lykla- og/eða talnalás sem skal vera innfelldur í hurð. Hengilásar eru ekki leyfðir.
• Hann skal vera boltaður og/eða steyptur í vegg eða gólf ef eigin þyngd er minni en 150 kg.

Eigendur skotvopna eru hvattir til að koma sér upp vörslum sem uppfylla þessar kröfur sem fyrst eða að koma vopnum sínum til aðila sem geta varslað þau rétt. Við minnum á að þeir sem vilja "bregða búi" og eyða vopnum sínum geta haft samband við okkur gegnum netfangið leyfi@lrh.is og við veitum þar upplýsingar hvernig það er gert.
... Sjá meiraSjá minna

Vissir þú að öll skotvopn eiga að vera vörsluð í þartilgerðum skotvopnaskáp?

Fyrr á árinu urðu breytingar á vopnalögum þess efnis að núna þarf að varsla öll skotvopn í læstum skotvopnaskáp:

• Hann skal gerður úr stáli og þykkt hliða, gafls og hurðar skal að lágmarki vera 2 mm.
• Hurð og dyrakarmur skulu útbúin þannig að ekki sé unnt að opna skápinn með auðveldum hætti þó svo að lamir hafi verið fjarlægðar.
• Hann skal búinn minnst einum lykla- og/eða talnalás sem skal vera innfelldur í hurð. Hengilásar eru ekki leyfðir.
• Hann skal vera boltaður og/eða steyptur í vegg eða gólf ef eigin þyngd er minni en 150 kg.

Eigendur skotvopna eru hvattir til að koma sér upp vörslum sem uppfylla þessar kröfur sem fyrst eða að koma vopnum sínum til aðila sem geta varslað þau rétt. Við minnum á að þeir sem vilja bregða búi og eyða vopnum sínum geta haft samband við okkur gegnum netfangið leyfi@lrh.is og við veitum þar upplýsingar hvernig það er gert.

30 CommentsComment on Facebook

Það ætti frekar að fara fram á svona byssu lás sem fer í gegnum hlaupið og gikkinn (cable gun lock) kostar miklu minna og ætti að fást frítt á næstu lögreglustöð eins og í svo mörgum löndum.

Er svo illa komið að lögreglan getur ekki komið frá sér tilkynningu á sómasamlegri íslensku. Orðið varsla er vissulega til. En fyrr má nú rota en dauðrota. Í þessum texta hefði verið réttara að tala um varðveislu ef það er þá einhver þarna hjá lögreglunni sem ræður við að nota það orð.

eitt sem mér finnst vanta í nýju löggjöfina er að það er hvergi talað um hverning skal haga lyklum, hvar megi geyma þá osfr

En þegar menn eru á veiðum, kannski 4 daga í sveitinni. Þarf að taka byssuskápinn með 😬

Ég er ekki byssueigandi en veit nokkuð um hvernig á að halda þeim til haga , en ef það er verið að herða svona , spyr ég hvernig er geymsla háttuð hjá lögreglunni sjálfri á sínum skotvopnum, er td handbyssan sem er í flestum og eða ekki öllum bílum lögreglunar háttað þannig að byssa og skotvopn eru aðskilin í skottinu á bíl lögreglunar eða er hún bara reddý to go ? !, og eða hjá lögreglu á landsbyggðinni sem þarf kannski að aflífa skeppnu á "staðnum" , hvernig er þessu háttað hjá ykkur ? :)

View more comments

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, tók í þriðja sinn við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á viðurkenningarathöfn verkefnisins sem fram fór í gær. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa markmiðmiðum um sem jafnast hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar en í framkvæmdastjórn embættisins eru kynjahlutföllin jöfn.

Í ár hlutu níutíu og þrjú fyrirtæki, fimmtán sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stolt af því að tilheyra þeim hópi. Við tökum heilshugar undir einkunnarorð ráðstefnunnar – Jafnrétti er ákvörðun!
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, tók í þriðja sinn við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á viðurkenningarathöfn verkefnisins sem fram fór í gær. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa markmiðmiðum um sem jafnast hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar en í framkvæmdastjórn embættisins eru kynjahlutföllin jöfn. 

Í ár hlutu níutíu og þrjú fyrirtæki, fimmtán sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stolt af því að tilheyra þeim hópi. Við tökum heilshugar undir einkunnarorð ráðstefnunnar – Jafnrétti er ákvörðun!

8 CommentsComment on Facebook

What the hell, a bounty for a criminal

Frábært, en endurspeglar það kynjahlutfallið hjá embættinu? Eru skilaboðin til þeirra á gólfinu þau að þú átt litla von um að komast í efsta lag stjórnunar nema að þú sért með “rétt” kynfæri?

Til hamingju. Bestu kveðjur ágætu lögreglumenn og konur

Vel gert og bestu hamingjuóskir 🙂

Til hamingju

View more comments

Stóra spurning dagsins snýr að nagladekkjum og hvort að lögreglan muni sekta fyrir notkun þeirra, úr þessu. Svarið er að lögreglan mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja enda komin vetrarfærð í borgina.
Þess ber þó að geta að þótt það sé hálka í dag er ekki endilega hálka á morgun og því betra að seinka notkun nagladekkja eins og hægt er - eða nota önnur og umhverfisvænni dekk.
Einn misskilningur snýr að því hvort að slík dekk séu lögleg utan tiltekinna dagsetninga eða ekki. Svarið við því er einfalt - reglugerðin sem um þetta fjallar er skýr og segir í raun dagsetningarnar 31.okt til 15 apríl - eru ákveðið viðmið en utan þeirra daga má alltaf nota nagladekk ef aðstæður krefjast þess. Hálkan í morgun og snjór á aðliggjandi heiðum er þannig að eðlilegt er að hefja notkun nagladekkja.
Eru ekki annars allir í stuði? Veturinn að koma og svona....
... Sjá meiraSjá minna

48 CommentsComment on Facebook

Á bara að breyta þessari reglugerð.. leyfa nagladekk frá 1 okt - 1 maí.. það hefur nú bara sýnt sig í gegnum tíðina að veðurfar hefur breyst og kuldatíðin lengst. Þetta er spurning um öryggi. Ryk út frá nagladekkjum er þvæla..

Mikið er gott að heyra frá ykkur svona jákvæðni og uppbyggilega umræðu einmitt um það sem sjónvarpsmaðurinn á Rúv. sem hjólar um hjálmlaus, argast yfir og virðist missa nætursvefn yfir - nagladekkjum! Þið fáið hrós skilið og góðar kveðjur fyrir það að sýna skilning. Mér líður nefnilega betur að vita til þess að konan mín, sem fer oft snemma til vinnu, sé á bílnum og nagladekkin séu undir. Við skulum samt gera okkar besta með að seinka því að setja vetrardekkin undir. En bestu kveðjur og þakkir fyrir mannlega reisn!

er nú bara nýkomið fram að heilsársdekk gera ekki það sem þau eiga að gera. Mælt með því að nota vetrardekk og sumardekk

Þegar nagladekk eru til umræðu, mætir hver á eftir öðrum og lýsir því yfir að hann sé svo góður bílstjóri að hann þurfi ekki nagladekk. Ég hins vegar er ekkert sérstaklega góður bílstjóri, svo ég ætla að setja naglana undir. En þrátt fyrir að vera svona lélegur bílstjóri, hefur mér þó tekist að keyra tjónlaust í yfir 40 ár. Því þakka ég allskonar öryggisatriðum eins og til dæmis nagladekkjum

Lögreglan á ekki að hafa heimild til að sekta þegar hálka og snjór gerir vart við sig.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram