
Stoðdeildir löggæslusviðs eru tvær, tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild.
Þessar deildir aðstoða aðrar deildir og svið lögreglu í rannsóknum þar sem sérfræðiþekkingar er þörf.
Tæknideild fer með viðameiri rannsóknir á vettvangi glæpa, bruna eða slysa.
Tölvurannsóknar- og rafeindadeild sinnir rannsóknum á tölvum og öðrum er viðkoma rafeindatækni eins og úrvinnslu úr eftirlitsmyndavélum.
Þessar deildir koma öðrum starfssviðum og deildum til aðstoðar og taka ekki við erindum beint frá almenningi.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
🚨 112-dagurinn 2025 verður haldinn á morgun, þriðjudaginn11. febrúar nk. af hálfu Neyðarlínunnar og samstarfsaðila hennar víðsvegar um landið.
Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.
🧑🚒 Í Slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík verða Neyðarverðir frá Neyðarlínunni á staðnum, hægt verður að skoða tæki og tól slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn mun sýna réttu handtökin við skyndihjálp, Slysavarnarfélagið Landsbjörg verður með fulltrúa sína á staðnum og kynnir sína starfsemi, Landhelgisgæslan tekur á móti gestum og gangandi sem og lögreglan o.fl. viðbragðsaðilar.
Dagskráin hefst kl. 17:00
Skyndihjálparmanneskja ársins verða útnefnd af Rauða krossinum og Landssamband slökviliðs- og sjúkraflutningamanna veitir verðlaun í eldvarnargetrauninni.
Þá verða fast-hetjurnar á staðnum og sýna hvernig börn geta verið hetjurnar í lífi ættingja og vina.
👮 Einnig verða viðbragðsaðilar um land allt með uppákomur sem auglýstar eru í hverju bæjarfélagi fyrir sig
... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.
Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán voru stöðvaðir í Reykjavík, níu í Hafnarfirði, fjórir í Garðabæ, tveir í Kópavogi og einn í Mosfellsbæ. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, sex á laugardag, átján á sunnudag og þrír aðfaranótt mánudags. Þetta voru tuttugu og þrír karlar á aldrinum 19-48 ára og sex konur, 15-41 árs. Tíu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi.
Lögreglan var mjög víða við eftirlit í umdæminu með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri og svo verður vitaskuld áfram enda full ástæða til.
... Sjá meiraSjá minna
14 CommentsComment on Facebook
Guð hjálpi þeim sem sest undir stýri eftir notkun áfengis eða annara efna🥲líf margra margra er í stórhættu,ekki bara þeirra sjálfra 🥲😡🥲
Dios ! Pueblo chico, infierno 🔥 😡 grande!! 😅
Líst vel à ykkur.
Vel gert! 🙏🏽👏🏽
Vel gert!
Tilkynningagátt fyrir skotvopnaleyfi á island.is liggur nú niðri vegna bilunar hjá Stafrænu Íslandi. Unnið er að viðgerð og munum við senda tilkynningu þegar gáttin er komin í lag. ... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Við vonum að skráningar haldist réttar eftir þennann niðritíma. 🤓