Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Stoðdeildir löggæslusviðs

Stoðdeildir löggæslusviðs eru tvær, tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild.

Stoðdeildir löggæslusviðs

Þessar deildir aðstoða aðrar deildir og svið lögreglu í rannsóknum þar sem sérfræðiþekkingar er þörf.

Tæknideild fer með viðameiri rannsóknir á vettvangi glæpa, bruna eða slysa.

Tölvurannsóknar- og rafeindadeild sinnir rannsóknum á tölvum og öðrum er viðkoma rafeindatækni eins og úrvinnslu úr eftirlitsmyndavélum.

Þessar deildir koma öðrum starfssviðum og deildum til aðstoðar og taka ekki við erindum beint frá almenningi.

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Það var erill á næturvaktinni hjá okkur í nótt. Við skorum á höfuðborgarbúa að gæta stillingar. Þessi verslunarmannahelgi er ekki eins og við eigum að venjast.

Það er ekki bjóðandi að halda brjáluð partý langt fram eftir nóttu. Við höfum fengið fjölmargar kvartanir um það að fólk geti ekki fengið sinn nætursvefn út af samkvæmishávaða sem stendur oft á tíðum fram til morguns.

Sumir þurfa einfaldlega að mæta snemma til vinnu þótt það sé helgi. Við höfum gert okkar besta í að stöðva hávaðasöm samkvæmi og munum halda því áfram.

Tökum tillit til hvors annars og elskum friðinn. Högum okkur vel það sem eftir er af helginni. ❤️🇮🇸👮

Hér er brot af því sem næturvaktin okkar þurfti að sinna í nótt:

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi kom lögregla ölvuðum manni í austurborginni til aðstoðar. Maðurinn brást illa við aðstoð lögreglu og hrækti hann í andlit lögregluþjóns og sparkaði í annan. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands hans og hegðunar. Maðurinn lét mjög ófriðlega í vörslu lögreglu og tókst honum að hrækja í andlit tveggja lögregluþjóna til viðbótar.

Brotist var inn í grunnskóla í austurborginni um áttaleytið. Lögregla fór að vettvangi og er málið í rannsókn.

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í vesturborginni eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi. Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum hlaut líkamleg meiðsl af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins.

Stuttu síðar barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði. Lögregla fór rakleiðis ávettvang og verklag varðandi heimilisofbeldi var þegar í stað virkjað. Málið er nú í rannsókn.

Um klukkan fimm í morgun kom Lögregla konu til aðstoðar á Seltjarnarnesi. Konan hafði læst sig inni á baðherbergi og sat þar föst. Lögregla skreið inn um glugga að baðherbergi hennar, og tókst að lyfta henni upp og út um gluggann. Konan var frelsinu fegin, sér í lagi þar sem hún komst tímanlega í flug.

Lögregla sinnti einnig fjölda útkalla um allt höfuðborgarsvæðið vegna samkvæmishávaða. Einnig voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Rett

Skelfilegt

Daniel Aron Chiarolanzio

Smá athugasemd - "skakkaði leikinn" getur ekki átt við um heimilisofbeldi.

Æðri máttarvöld ætluðu konunni ekki að yfirgefa landið en lögreglan hjálpaði henni að ná fram sínum vilja. Var það fyrsta sem mér datt í hug. Sammála með launin, þau eiga að vera í samræmi við ábyrgð og skyldur. Og sanna það enn og aftur að stjórnvöldum er slétt sama um fólkið sem borgar þeim laun.

sumt fólk er bara ekki í lagi :( og aðrir bara óheppnir :) gaman að heyra hjá ykkur hvað skeður en svo sannarlega vildi ég ekki vera lögregla úff

Þið eruð í erfiðu starfi og ekkert bólar á kjarasamningi? Hvað á það að þýða "hæstvirt" ríkisstjórn? Við stillta fólkið erum ykkur ævinlega þakklát fyrir að vera til staðar 🙂

Yfirleitt eru aðal djammhundarnir á útihátíðum undir eftirliti annara gæsluaðila þessa helgi. Vonandi verður rólegra hjá ykkur í kvöld 🙏 ...efa það samt, því miður 🤠🌵

Gangi ykkur vel ♥️😘

Eins gott að vera með síma í baðherberginu. 😉

Þið eruð svo frábær, leiðinlegt hvað fíflin þvælast fyrir ykkur, gangi ykkur vel og farið varlega 💖😘

Þetta er sá óhugnaður sem bíður lögreglumanna í vinnunni. 20% launahækkun til þeirra sem starfa í framvarðarsveitinni ætti að vera sjálfsögð.

Duglegir piltar 💖

Hefði átt að hringja sl. nótt. Íbúi í blokkinni sem ég bý í var með mjög hávaðasamt partý til 04:00!

Skelfileg vakt greinilega 😰 vonandi verða allir stilltir og prúðir í nótt 🤔

Ömurlegt. Takk fyrir ykkar vanmetnu störf. Bestu óskir til ykkar.👨‍✈️.

Er engin undirskriftarsöfnun í gangi varðandi það að bæta launakjör lögreglunnar, og sértsaklega að þið fáið það sama og hjúkrunarfræðingar varðandi álags greiðslur vegna starfa ykkar í miðjum Covid faraldri og þess að þið fáið launað veikindafrí ef þið verðið að sæta sóttkví eða einangrun?

Gangi ykkur vel

Oft á tíðum er eins og að segja oft á iðulega og það meikar ekki sens. En oft og tíðum, oft og iðulega, það meikar sens. Hvers vegna er það þá ekki sagt? Hvers vegna vill fólk vera oft á tíðum eins og fáviti?

Að hafa Bari opna til 01. Það myndi strax draga mikið úr heima partýum!

So sorry to hear of all the disturbances!! ...I am amused at the translation into engish..😂 "...the woman had locked herself in the bathroom and sat there stuck"...😉.." the man was saved in prison storage for the research of the matter.."😂😂😂😂..oh no..you do not put people in storage for real or?😉😂😂😂

Þessi á baðherberginu 🤔🤔það er nú það allra fyndnasta sem ég hef lesið🤣😂😅🤣 🤫🤫En hvað um það ég lofa því að vera stilltur um helgina 😇😉😀😃🤣

Engann havaða!

View more comments

Eins og góðum löggum sæmir þá höfum við gaman af vinnu okkar og umhverfi. Það á líka við um umferðamerki.

Til dæmis merkið „A17.11 Vegavinna“ í flokki viðvörnunarmerkja. Þarft og gott merki.

Hér er þó notkun þess hér nokkuð óvenjuleg, Kannski vill verktakinn leggja áherslu á hann standi á haus í þessum framkvæmdum?
... Sjá meiraSjá minna

Eins og góðum löggum sæmir þá höfum við gaman af vinnu okkar og umhverfi. Það á líka við um umferðamerki.

Til dæmis merkið „A17.11 Vegavinna“ í flokki viðvörnunarmerkja. Þarft og gott merki. 

Hér er þó notkun þess hér nokkuð óvenjuleg, Kannski vill verktakinn leggja áherslu á hann standi á haus í þessum framkvæmdum?Image attachment

Comment on Facebook

Skotil..... Neðanjarðarvegavinna. Einhver þarf að undirbúa jarðveginn undir malbikinu fyrir veturinn svo allar holurnar sem skemma felgur séu á símum stað.......

Við getum samt verið sammála um, að íslenska kjötsúpan er best

😂😂😂😂❤️

Eða kominn á hausinn 🤣

Well to be perfectly honest, in my humble opinion, of course without offending anyone who thinks differently from my point of view, but also by looking into this matter in a different perspective and without being condemning of one's view's and by trying to make it objectified, and by considering each and every one's valid opinion, I honestly believe that I completely forgot what I was going to say.

Maður stundum veit ekki hvort skal gráta eða brosa þegar maður sér hvaða umferðamerkjum verktakar stilla upp og hvernig. Það er greinilegt að menn hugsa oft mjög takmarkað þegar umferðamerkjum er stillt upp. Maður veltir fyrir sér þegar t.d. menn stilla forgangsmerkjunum B25.11 og D05.11 öfugt upp, hvar liggur bótaskildan þar ef slys verða?

Þeir eru bara að láta vita að þeir eru að hlusta á Down Under með Men at Work

Er þetta ekki þá biðskylda fyrir vegavinnu? 😅

Neinei er hann ekki bara á hausnum

View more comments

Þá er verslunarmannahelgin fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti þótt að veðurspáin sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Reyndar var umferðin á Suðurlandsvegi fyrr í dag, þegar við vorum þar við hraðamælingar, miklu minni en á sama tíma í fyrra. Sama átti líka við á Suðurlandsvegi í gær, umferðin var mun minni og færri á leið út úr borginni í samanburði við aðdraganda verslunarmannahelgarinnar í fyrra og kemur svo sem ekki á óvart. Veðurútlitið setur strik í reikninginn og ekki síður þetta bannsetta Covid-19.

Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!

Góða helgi.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Góða helgi til ykkar allra 😊 er reyndar ekki bjartsýn um að hún verði róleg 😢

<3

Vonum það besta!

Og ekki gleyma að látta bílstjóra blása í áfengismæli og réttindi þeirra athuguð sem er að koma í bænn á mánudaginn 🙂 Góða helgi !

Góða helgi og takk fyrir vel unnin störf 💞

Takk kærlega! Vonandi eigið þið góða og friðsæla helgi 😘

Góðar vaktir elskurnar ❤ vona innilega að það verði friðsöm og róleg helgi hjá fólki og þá hjá ykkur í kjölfarið ❤

Góðða helgi sömuleiðis og gangi ykkur vel í ykkar starfi <3

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram