Lögreglan á Suðurlandi Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi

Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi
Lögreglustjórinn á Suðurlandi ábyrgist að jafnlaunastjórnunarkerfi embættisins sé í samræmi
við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Embættið greiðir laun eftir
umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem þau gera óháð kyni. Launaákvarðanir
eru byggðar á kjara- og stofnanasamningum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu
greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Bregðast skal við með stöðugum umbótum ef
óútskýrður kynbundinn launamunur kemur í ljós. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls
starfsfólks.
Yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi
og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess.
Með innleiðingunni skuldbindur embættið sig til þess að:
– Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi, skjalfesta og viðhalda í samræmi við
staðalinn ÍST 85.
– Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru hverju sinni.
– Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða
jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn
launamunur sé til staðar.
– Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar árlega.
– Bregðast við frávikum, athugasemdum og ábendingum með stöðugum umbótum
og eftirfylgni.
– Framkvæma innri úttekt árlega.
– Halda rýnifund stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og
rýnd.
– Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
– Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á vefsíðunni www.logreglan.is.
Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.
19.11.2020
____________________________________
Lögreglustjórinn á Suðurland

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 vikum síðan
Lögreglan á Suðurlandi

Fjöldi fólks var saman komið í embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi yfir verslunarmannahelgina. Á Flúðum fór fram fjölskylduhátíðin Flúðir um versló. Þá var Ungmennalandsmóti UMFÍ haldið á Selfossi. Fjölmenni fór í gegnum embættið á ferðalögum ásamt því að lang stærstur hluti þjóðhátíðargesta fór í gegnum embættið á leið sinni í Landeyjahöfn. Fjölmenni var á flestum tjaldsvæðum bæði í vestur- og austurhluta embættisins.

Helgin fór að stærstum hluta stóráfallalaust fram innan embættisins. Lögreglumenn voru með virkt eftirlit bæði með umferð og skemmtanahaldi í tengslum við þau mannamót sem voru haldin innan embættisins. Ásamt því var eftirlit í samstarfi við þyrluáhöfn Landhelgisgæsluna þar sem flogið var með hringveginum og um hálendið.

Það eru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir verslunarmannahelgina.

Tilkynnt var um kynferðisbrot, einnig barst tilkynning um mögulega byrlun ólyfjan. Þrjár tilkynningar bárust um eignarspjöll. Þessi mál eru til rannsóknar hjá embættinu.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- fíkniefna og eða lyfja. Sextán ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis auk þess var akstur um þrjátíu ökumanna stöðvaður þar sem áfengi mældist í við prófun en var þó undir refsimörkum skv. Umferðarlögum. Þá voru tólf ökumenn kærðir fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Þá voru 25 ökumenn stöðvaðir vegna þess að þeir óku of hratt. Sá sem hraðast ók var á 161 km/klst hraða og voru tveir farþegar í aftusæti bifreiðarinnar án öryggisbelta.

Lögregla aðstoðaði auk þess fjölda einstaklinga sem voru ýmist öðrum til ama eða ósjálfbjarga vegna neyslu áfengis eða annara vímugjafa.

Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurlandi vilja þakka öllum þeim sem þeir áttu í samstarfi og/eða samskiptum við um helgina fyrir gott samstarf, hvort sem það voru aðrar stofnanir, mótshaldarar hátíða, íbúar eða gestir svæðisins. Lang flest samskipti voru jákvæð og telur lögreglan að það virka eftirlit sem haft var um helgina, hafi átt þátt í því að einungis var tilkynnt um sex minniháttar umferðarslys hjá embættinu um verslunarmannahelgina.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Hvað var fólkið að gera í embættinu? Hélt að það væri einungis 1 staða þar🤔 Umdæmi er svo annað mál😄

Hvernig væru að ég tæki ykkur íslensku kennslu starfsmenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi af þvi að embætti er opinber staða hjá ríki eða sveitafélagi! Rétta orðið sem þið hjá Lögregunni á Suðurlandi áttu að nota er umdæmi svæði sem þjónusta ykkar nær yfir !

2 vikum síðan
Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi hvetur alla til þess að fara varlega í umferðinni og sýna tillitsemi. Við munum vera með öflugt umferðareftirlit í dag um allt Suðurland, í þeirri von um að dagurinn verði slysalaus. ... Sjá meiraSjá minna

3 vikum síðan
Lögreglan á Suðurlandi

Verslunarmannahelgin - Umferð

Búist er við miklum umferðarþunga í gegnum Selfoss um verslunarmannahelgina, sérstaklega til austurs, framan af helgi og má því búast við miklum umferðartöfum í gegnum bæinn, sé ekið Suðurlandsveg yfir Hellisheið.

Til að dreifa umferðarþunganum viljum við benda ökumönnum á eftirfarandi leiðir:

Ökumönnum sem ætla sér að fara í uppsveitir Árnessýslu, bendum við á að aka Þingvallaveg yfir Mosfellsheiði.

Ökumönnum sem ætla sér á Selfoss, þar sem Unglingalandsmót verður haldið, bendum við á Þrengslaveg – Eyrarbakkaveg, sér í lagi þeim sem eru með ferðavagna og ætla sér að tjalda á tjaldsvæði við Suðurhóla.

Ökumönnum sem ætla sér að aka austur fyrir Selfoss, bendum við á Þrengslaveg-Eyrarbakkaveg-Suðurhóla-Gaulverjabæjarveg og þaðan austur Suðurlandsveg. Einnig er hægt að aka Þrengslaveg-Eyrarbakkaveg-Votmúlaveg(rétt sunnan við Selfoss)-Gaulverjabæjarveg og þaðan austur Suðurlandsveg.

Biðlum við til ökumanna að skipuleggja ferðaleiðir sínar fyrirfram og sýna þolinmæði og biðlund ef umferðarteppur myndast.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Væri ekki líka ráð að lögreglan á Selfossi væri á flakkinu og fylgdist með ef bílum gengi illa að komast inná gatnamót og annað slíkt vegna umferðarþunga?

Má samt líka benda á lokanir á götum á Selfossi um Versló "Takmörkun á umferð um Suðurhóla Umferð á Suðurhólum milli Norðurhóla og Tryggvagötu verður eingöngu heimil tjaldgestum sem gista á tjaldstæði við Suðurhóla frá kl. 14:00 fimtudaginn 28. júlí til kl. 18:00 mánudaginn 1. ágúst." 😉

Þetta er ekki flókið… Folk a bara að halda sig heima og màlið dautt …þa verða heldur engar umferðateppur….nei þetta var bara svona uppástunga til fólks…😅😅😅

Svo er hægt að fara þrengsli, stokkseyri og áfram austur og upp á þjóðveg við þjórsá

Legja tímanlega af stað👌

Og taka hægri beygjur innan bæjar eins og hægt er og nota hringtorgin

Gott væri að hafa veganúmer með svona leiðbeiningum

Þessar leiðir eins og suður fyrir Selfoss Votmúlavegur - Gaulverjabæjarvegur er þessi leið öll malbikuð?

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram