
Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi
Lögreglustjórinn á Suðurlandi ábyrgist að jafnlaunastjórnunarkerfi embættisins sé í samræmi
við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Embættið greiðir laun eftir
umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem þau gera óháð kyni. Launaákvarðanir
eru byggðar á kjara- og stofnanasamningum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu
greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Bregðast skal við með stöðugum umbótum ef
óútskýrður kynbundinn launamunur kemur í ljós. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls
starfsfólks.
Yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi
og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess.
Með innleiðingunni skuldbindur embættið sig til þess að:
– Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi, skjalfesta og viðhalda í samræmi við
staðalinn ÍST 85.
– Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru hverju sinni.
– Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða
jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn
launamunur sé til staðar.
– Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar árlega.
– Bregðast við frávikum, athugasemdum og ábendingum með stöðugum umbótum
og eftirfylgni.
– Framkvæma innri úttekt árlega.
– Halda rýnifund stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og
rýnd.
– Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
– Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á vefsíðunni www.logreglan.is.
Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.
19.11.2020
____________________________________
Lögreglustjórinn á Suðurland
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Fjárréttir framundan - umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu ... Sjá meiraSjá minna
Umferðartafir á fimmtudag 7., föstudag 8.og laugardag 9 september í Uppsveitum
www.logreglan.is
Um allt land eru bændur að smala fé sínu til byggða og framundan viðeigandi réttarstemming víða. Vegna þessa má búast við umferðartöfum í uppsveitum Árnessýslu á fimmtudag 7., föst...1 CommentComment on Facebook
www.visir.is/k/634e86f6-662f-4421-b3a4-15341ef7a219-1694076143754/bitid-hjon-i-hveragerdi-a-adhd-... Lögreglan þarf allavega ekki vopn líka ofan á kynþáttahatrið og ADHD hatur. BWT hringdi í kvöld og spurði hvort ég fengi að keyra í gegnum bæinn þar sem ég væri á ADHD lyfjum og lógreglukonan sem svaraði mér hélt nú ekki.
www.logreglan.is/lokun-vega-vegna-hlaups-i-skafta-aflett/ ... Sjá meiraSjá minna
Lokun vega vegna hlaups í Skaftá aflétt
www.logreglan.is
Eftir samráð við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Vegagerðina og almannavarnir hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi tekið ákvörðun um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi...0 CommentsComment on Facebook
Fylgjumst með veðurspánni fyrir föstudagskvöldið og fram á laugardag ... Sjá meiraSjá minna
Vekjum athygli á gulri veðurviðvörun – fyrsta haustlægðin – forvarnir af hinu góða
www.logreglan.is
Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun vegna hvassviðris og töluverðrar rigningar að kvöldi föstudags og fram á laugardag. Vegna þessa er skynsamlegt að fólk hugi að því í t...0 CommentsComment on Facebook