Lögreglustöðin á Selfossi
Hörðuvellir 1
800 Selfoss
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga: 09-15 en 9 – 13 á föstudögum
Þjónustusími/sími: 444 2010
Netfang: sudurland@logreglan.is
Fax: 444 2019
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Frá því á þriðjudag hafa fimm ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sá sem hraðast ók var á 163 km/klst hraða. Viðurlög við slíkum hraða er 230 þúsund króna sekt, auk sviptingar ökuréttar í tvo mánuði.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að auki einn grunaður um vörslu fíkniefna.
Fimm hegningalagabrot voru tilkynnt og eru til rannsóknar. Um að ræða þjófnaði, eignaspjöll og líkamsárás.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt, án meiðsla á fólki.
Á miðvikudag slasaðist einstaklingur við jöklagöngu á Falljökli í Öræfasveit. Hinn slasaði var færður á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Fíkniefnasíminn 800 5005.
Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi hvetjum við þig til að koma þeim á framfæri við lögreglu. Fullri nafnleynd er heitið. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess, þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Hef reynslu af því að þetta nafnleysi virkar bara alls ekki svo ég vara bara fólk við að gefa nokkrar einustu upplýsingar það getur komið manni illa í koll og lögguni bara slétt sama um það hvað þá að biðjast einu sinni afsökunar, heldur bara hroki og stælar!
Talsverður erill var hjá lögreglu nú um helgina.
12 manns voru kærðir fyrir að aka of greitt og mældist sá sem hraðast ók á 133km/klst. Einn þeirra sem ók of greitt reyndist einnig undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki viðeigandi öryggisbúnað fyrir barn í bifreiðinni.
Alls voru 3 aðilar kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna.
Kannabisræktun fannst í heimahúsi, þar sem ríflega 40 kannabisplöntur voru haldlagðar.
3 þjófnaðarmál komu á borð lögreglu og í einu þeirra var um ólögráða einstaklinga að ræða.
Ein líkamsárás var kærð og er það mál til rannsóknar.
Alls voru 3 einstaklingar vistaðir í fangageymslu um helgina.
Tvö umferðarslys urðu en enginn slasaðist alvarlega. Í öðru þeirra er ökumaður grunaður um ölvun.
Alvarlegt slys var í Tungufljóti seinnipart sunnudags, þar sem karlmaður féll í ána. Mikill viðbúnaður var og náðu straumvatnsbjörgunarmenn manninum úr ánni. Reyndar voru endurlífgunartilraunir, sem ekki báru árangur.
Alls eru 111 mál skráð hjá lögreglunni á suðurlandi frá því á föstudag.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook