Lögreglan á Suðurlandi Lögregluvarðstofa Vík

Lögregluvarðstofa Vík

Ránarbraut 1
870 Vík í Mýrdal
Þjónustusími: 444 2010
Netfang: sudurland@logreglan.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Nú er svo komið að tími nagladekkjanna er liðinn. Nagladekk má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna asktursaðstæðna.

Aðstæður eru samt sem áður þannig, að víða um land er vetrarfærð, á öðrum stöðum svalt í veðri og hálkuaðstæður geta myndast. Einnig er vert að minna á, að ökumenn bera ábyrgð á því að ökutæki sé rétt búið miðað við aðstæður.

Vegfarendur geta átt von á því að lögreglan á Suðurlandi hafi afskipti af ökumönnum, á ökutækjum búnum nagladekkjum, upp úr mánaðarmótum.
... Sjá meiraSjá minna

30 CommentsComment on Facebook

Ökumaður ber ábyrgð á að bíll sé rétt dekkjaður miðað við aðstæður,held að réttast væri að miða við dekkjaskifti t.d.16-20 Maí.Núverandi reglur eru fyrir þá sem búa í 101,sem er bara lítill hluti landsmanna.

Ég keyrði austur til Egilsstaða í gær og það var mikil hálka frá Mývatnssveit og í Egilsstaði og var ég mjög fegin að vera enn á nöglum enda snjóar hér í dag.

Endilega minnið á ljósanotkun í leiðinni og bendið fólki á hvar ljósatakkinn er. Annars eru þið frábær.

Undanþága fyrir hælisleitendur ekki satt?

Lestrarkunnáttu fullorðinna er eitthvað ábótavant 🤔

View more comments

1 viku síðan

Lögreglan á Vesturlandi og Suðurlandi, með aðstoð umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stóðu saman að sértæku umferðareftirliti dagana 10. og 11. apríl, með áherslu á stærri ökutæki í atvinnuflutningum. Lögreglan á Vesturlandi og Suðurlandi halda úti tveimur af þremur umferðareftirlitsteymum sem starfa hjá lögreglunni og huga sérstaklega að stærð og þyngd ökutækja, aksturs- og hvíldartíma ökumanna, frágangi farms, tæknilegu eftirliti með gerð og búnaði atvinnutækja auk fleiri þátta.

• Þrenn ökutæki voru kyrrsett þar sem heildarþyngd þeirra fór langt yfir leyfileg mörk. Í einu tilviki mældist ökutækið rúmlega 5 tonnum yfir leyfilegri heildarþyngd og í öðru rúmum tveim tonnum yfir þeirri þyngd sem framleiðandi ábyrgist að ökutækið eða ásar þess beri. Allnokkrir ökumenn hlutu kæru vegna sambærilegra þungabrota.
• Eitt ökutæki var kyrrsett þar sem hjólbarði á stýrisási reyndist slitinn niður í vírlag hjólbarðans. Ökutækið var jafnframt boðað til skoðunar vegna ástands þess. Þá hlutu fleiri ökutæki boðun til skoðunar vegna lélegra hjólbarða, kvörðunar ökurita og óvirkra ljósa.
• Eitt ADR-vottað ökutæki var boðað til skoðunar þar sem slökkvibúnaður þess uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt reglugerðum um flutning á hættulegum farmi. Slíkt ökutæki ber að hafa viðeigandi og virkan slökkvibúnað.
• Einn ökumaður vöruflutningabifreiðar var handtekinn og færður á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
• Allnokkrir ökumenn hlutu kæru vegna brota á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna . Þar á meðal var ekið án ökumannskorts, ekið án lögbundinna hléa eða hvíldar frá akstri, og stöku ökumenn hlutu kæru þar sem þeir gátu ekki framvísað útprentun yfirstandandi akstursdags úr ökurita bifreiðanna.
• Ökumenn hlutu kærur vegna ófullnægjandi frágangs á farmi, en farmur bifreiðanna hafði ekki verið tryggilega frágenginn.

Þá mega nokkur fyrirtæki búast við kæru vegna skorts á rekstrarleyfi til farm- eða farþegaflutninga.

Stærstur hluti ökumanna var þó til fyrirmyndar.

Lögreglan áréttar mikilvægi þess að ökutæki í atvinnuflutningum séu ávallt í löglegu og fullnægjandi ástandi – rétt lestað, innan leyfilegrar þyngdar, með virkan öryggisbúnað og að ökumenn fylgi gildandi reglum. Slíkt skiptir höfuðmáli fyrir öryggi allra í umferðinni auk þess að minnka og fyrirbyggja skemmdir og slit á vegum og umferðarmannvirkjum. Þá er eftirliti sem þessu einnig ætlað að vinna að forvörnum og vekja ökumenn og forráðamenn fyrirtækja til umhugsunar um ábyrgð sína og skyldur.
... Sjá meiraSjá minna

19 CommentsComment on Facebook

Og einnig var meirihlutinn af stórum ökutækjum með allt uppà 10 ekki satt ? 2 bìlar frà okkur voru stoppaðir og keyrðu àfram með bros à vör hjà öllum... À tìmum þar sem við erum að reyna bæta ýmind fluttningabìlstjóra væri ykkar framlag ì eitthverja jàkvæða umræðu með àbendingunum vel þegin.... En auðvitað eru þetta öll atriði sem eiga vera ì lagi hjà okkur sem þið bendið à hèr... Tek það sèrstaklega fram að èg er alls ekki að andmæla góðu eftirliti... Gleðilega pàska Kv.

Það var mikið að eitthvað er farið að gera í þessum málum,,,,,áframm með gott eftirlit,,,,það gerir hlutina bara betri

Ætti að kyrrsetja bara öll ökutæki miðað við ástand vega

Engin stétt I landinu eins hundelt eins og atvinnubílstjórar

Eftirlit er að sjálfsögðu til bóta fyrir alla en alveg er það klart mál að vöru og flutningabilstjórar eru hreinlega oft lagðir i einelti og alls kyns titlingaskitur týndur til...vöru og flutningabilstjorar eru einu landkrabbarnir þar sem stjórnarskrárvarinn rettur til atvinnu er fótum troðinn af sauðheimskum stjórnvöldum..held að tugtinn ætti frekar að snúa ser að alvarlegri vandamalum eins og leigubiladyragarðinum og strætóbilstjórum sem algerlega eru undanskilin öllum reglum..þar er þo verið að sýsla með folk og farþega af mis gáfuðum bílstjórum...ættum að byrja á að hafa forgangsröðina á hreinu

View more comments

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór í gær fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönum vegna rannsóknar á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp sem upp kom 10. mars sl. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi að mennirnir skyldu allir þrír sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna.

Rannsókn málsins miðar vel og hefur lögreglan á Suðurlandi eins og áður hefur komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við hana.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór  í gær fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönum vegna rannsóknar á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp sem upp kom 10. mars sl. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi að mennirnir skyldu allir þrír sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna.
 
Rannsókn málsins miðar vel og hefur lögreglan á Suðurlandi eins og áður hefur komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við hana.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram