
Lögreglustöðin á Djúpavogi
Bakka 3
765 Djúpivogur
Þjónustusími: 444 0665
Netfang: austurland@logreglan.is
Fax: 444 0601
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Umferðarslys í apríl á Austurlandi – hraðaeftirlit lögreglu
Eitt umferðarslys er skráð hjá lögreglunni á Austurlandi í aprílmánuði síðastliðnum. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku og vinds á leið um Fagradal og endaði utan vegar. Ökumaður var einn í bifreiðinni og fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.
Þrettán umferðarslys eru nú skráð fyrstu fjóra mánuði ársins í fjórðungnum en voru sjö á sama tíma í fyrra.
Lögregla hvetur af því tilefni ökumenn til að fara varlega og gæta sérstaklega að hraða ökutækja sinna, nú þegar aðstæður batna með hækkandi sól. Hún mun gera sitt til að vera sýnileg í umferðinni hvort heldur utanbæjar eða innan og hvetja ökumenn þannig til aðgæslu í hvívetna. Hún stefnir og að því næstu fjórar vikur að sinna hraðaeftirliti á tilteknum stöðum í samræmi við fyrirfram ákveðið skipulag á vegarköflum þar sem slys eru tíð eða hraði of mikill. Hún mun kynna það hvar hún verður hverju sinni í samræmi við stefnu og markmið um sýnileika. Eftirlitið byrjar formlega á mánudag klukkan átta að morgni og verður á Háreksstaðaleið, í Langadal og Víðidal. Það mun standa frá klukkan átta að morgni til tvö eftir hádegi og verður svo fram haldið á þriðjudag á sömu vegarköflum á sama tíma. Næstu eftirlitsstaðir verða kynntir á þriðjudag.
Munum að gæta að okkur í umferðinni þannig að allir komist heilir á leiðarenda, hvort heldur menn eða málleysingjar.
... Sjá meiraSjá minna
Varðstjóri lögreglu ráðinn á Vopnafirði.
Skipuriti lögreglunnar á Austurlandi var nýverið breytt með það að markmiði að styrkja embættið og almenna stjórnun þess á norðvestursvæði umdæmisins. Í breytingunni fólst að sett var í nýja stöðu varðstjóra á Vopnafirði frá og með 1. maí síðastliðnum að undangenginni auglýsingu, en slík stjórnunarstaða var ekki fyrir á svæðinu.
Í stöðuna var ráðinn Hjörtur Davíðsson lögreglumaður. Hjörtur hefur starfað sem lögreglumaður á Austurlandi með starfsstöð á Vopnafirði frá árinu 2010. Hjörtur á fjölbreyttan feril að baki, starfað m.a. sem lögreglumaður í Keflavík og rannsóknarlögreglumaður í upplýsinga- og eftirlitsdeild lögreglunnar í Reykjavík og síðar í ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hjörtur fékk ráðningarbréf sitt afhent í gær með formlegum hætti og var myndin hér að neðan tekin við það tilefni. Hirti er óskað velfarnaðar í nýju hlutverki og hjartanlega til hamingju með ráðninguna.
Talið frá vinstri; Hjalti Bergmar Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hjörtur Davíðsson og Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri
... Sjá meiraSjá minna
Til hamingju frændi
Innilegar hamingjuóskir og akkurat réttur maður í starfið
Til hamingju Hjörtur😚
Hamingjuóskir 🌹🌹
Til hamingju 😃
Til hamingju!!!
Innilega til hamingju💐
Hamingjuóskir Hjörtur 🌹
Hamingjuóskir
Til hamingju Hjörtur, þetta hefðir þú átt að vera búinn að fá fyrir löngu, en vel gert yfirmenn á Austurlandi.
Til hamingju félagi 💪
Til hamingju
Til hamingju
Toppmaður, til hamingju
Innilega til hamingju :)
Innilegar hamingjuóskir
Til hamingju Hjörtur og takk fyrir kveðjuna.
Hamingjuóskir.
Til hamingju
Til hamingju
Til hamingju
Til hamingju vinur
Til hamingju Hjörtur!
Til hamingju 👍
Til hamingju Hjörtur
Ökum varlega – gætum að dýrum á og við veg
9 Maí 2022 11:40
Búast má við að umferðarþungi í Austfirðingafjórðungi aukist nú smátt og smátt með hækkandi sól. Lögregla hvetur því ökumenn til að gæta vel að hraða ökutækja sinna með öryggi sitt og annarra vegfarenda í huga. Í því sambandi er athygli vakin á áhugaverðum pistli sem birtur var á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í fyrra um að ekki komist allir á leiðarenda – áskorun til ökumanna. Er þar fjallað um þá dýraflóru sem gjarnan er við og jafnvel á vegum, búfé, fugla og hreindýr, sem og skýring á því hvers vegna svo er. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin og hvetur lögregla ferðalanga til að lesa pistilinn sem er í meðfylgjandi hlekk.
www.logreglan.is/wp-content/uploads/2022/05/2021_A-hverju-ari-verda-alltof-morg-hreindyr-og-fugla...
Gerum okkar til að allir komist heilir þangað sem för er heitið , bæði dýr og menn.
... Sjá meiraSjá minna