
Lögreglustöðin á Djúpavogi
Bakka 3
765 Djúpivogur
Þjónustusími: 444 0665
Netfang: austurland@logreglan.is
Fax: 444 0601
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Nýir starfsmenn lögreglu sóttu námskeið í vikunni og útskrifuðust í gær. Einvala hópur ungs fólks sem þjónusta mun íbúa Austurlands næstu mánuði í það minnsta. Þeim óskað til hamingju og boðin hjartanlega velkomin til starfa. ... Sjá meiraSjá minna
Þær eru yndislegar 🥰🥰
Vonandi gengur þeim vel í starfi
Þarna í þessum hópi er lögregla sem fyrir örfáum dögum var langt frá því að vera til fyrirmyndar.....mér og öðrum brá þegar þessi téður lögregluþjónn steig út úr bílnum sínum í búningnum,örfáum sekúndum eftir að hafa gert sig að fífli..... En til hamingju hin og vonandi verðið þið til fyrirmyndar og hægt að stóla á ykkur í starfi.
Hvítasunnuhelgin gekk vel og var almennt tíðindalaus. Skráð umferðarlagabrot voru þó fjörutíu talsins frá því á föstudag, þar af tuttugu og sex vegna hraðaksturs. Nokkuð var og um ólöglega lagningu ökutækja.
Lögregla hvetur að þessu sögðu ökumenn til að fara varlega í umferðinni, fylgja í hvívetna þeim reglum er um hana gilda og stuðla þannig að auknu öryggi okkar vegfarenda allra.
Veðrið leikur við okkur Austfirðinga næstu daga, hiti og sól í kortunum. Lögregla vekur því sérstaka athygli þeirra er ekki hafa tekið bíla sína af nagladekkjum, að gera það hið fyrsta svo ekki komi til afskipta.
... Sjá meiraSjá minna
Það þarf líka að kveikja ljósin þó komið sé sumar. Ekki er nóg að hafa ljósin bara stillt á auto því þá eru engin ljós að aftan.
Fagridalur er nú lokaður vegna veðurs. Umferðaróhapp varð þar í morgun er bifreið fauk á hliðina. Þrír voru um borð en allir óslasaðir. Tilkynningar hafa borist um lausamuni að fjúka og þakplötur að losna. Ekkert ferðaveður á austfjörðum núna, Vegurinn um Vatnsskarð eystra einnig lokaður og lokað milli Djúpavogs og Hafnar.
Bíðum þar til veðri slotar.
... Sjá meiraSjá minna