
Meðfylgjandi til kynningar er stefna lögreglunnar á Austurlandi til næstu tólf mánaða, töluleg viðmið hennar fyrir árið 2025 og helstu tölur áranna 2015 til 2024. Stefnan byggir á reynslu fyrri ára, markmiðum og áherslum í málaflokkum sem hún telur mikilvæga.
Stefnan er gefin út opinberlega á hverju ári. Markmiðið er að gera störf lögreglunnar sýnileg og skapa umræðu um áherslur hennar og viðmið.
Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Til að ná því er lögð áherslu á samstarf við hagaðila, markvissa greiningu gagna, sýnilega löggæslu, forvarnir, frumkvæðisvinnu og þjálfun og menntun lögreglumanna.
Stefnuna má finna hér.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Hættustigi á Austfjörðum hefur nú verið aflétt. Appelsínugul viðvörun féll úr gildi kl. 20:00 í kvöld og engar formlegar veðurviðvaranir nú í gildi á Austurlandi. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Enn er hættustig í gildi á Austfjörðum og appelsínugul viðvörun til klukkan 20:00 í kvöld. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s og staðbundnum hviðum yfir 40 m/s með rigningu talsverðri sunnantil. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður enn sem komið er. vedur.is/vidvaranir
Mikið vatnsveður er á Suðurfjörðum. Hringvegurinn við Karlsstaði í Berufirði er í sundur vegna þess og hætt við skemmdum á fleiri stöðum. Unnið er að viðgerð.
Vegfarendur eru beðnir um að fara með ítrustu gát, fylgjast vel með veðurspá og kynna sér færð á vef Vegagerðar. umferdin.is/
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Tilkynningar hafa borist frá í gær um foktjón m.a. á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði. Víða er veðrið afar slæmt Austanlands og ekki stætt utandyra. Þá stafar vegfarendum hætta af lausamunum er kunna að vera á ferð.
Enn eru íbúar því hvattir til að vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Gert er ráð fyrir að taki að lægja um klukkan 18 í dag. vedur.is/vidvaranir
Bent er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
... Sjá meiraSjá minna
vedur.is | Viðvaranir | Veðurstofa Íslands
vedur.is
© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Kennitala 630908-0350 Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuv...0 CommentsComment on Facebook