Lögreglan á Austurlandi Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi árið 2024

rá árinu 2020 hefur lögreglan á Austurlandi birt stefnumörkun til næstu tólf mánaða. Stefnumörkunina hefur lögreglan byggt á reynslu fyrri ára, þeim markmiðum sem sett hafa verið, áherslum og niðurstöðum. Stefnan hefur verið kynnt opinberlega með það að markmiði meðal annars að störf lögreglunnar verði sýnileg og gefi kost á skoðanaskiptum og samtali um það hvert beri að stefna. Í þessum anda hefur stefnan og verið kynnt helstu samstarfsaðilum fyrir útgáfu og í drögum.

Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu. Því markmiði telur lögreglan sig geta náð með því að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og stefnu sem á henni byggir.

Helstu áhersluatriði lögreglunnar á Austurlandi, þau sem hún telur best gagnast við að ná lykilmarkmiðum sínum, er samstarf við hagsmunaaðila, sýnileg löggæsla, faglegar og skilvirkar rannsóknir, markviss greining gagna og regluleg upplýsingamiðlun.

Lögregla hefur átt afar góða samvinnu við sveitarfélög á svæðinu, í samræmi meðal annars við ákvæði 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, og barnavernd. Lögreglan stefnir að því að efla það samstarf enn með auknu samtali við skólastjórnendur umdæmisins í samræmi við forvarnarstefnu embættisins, nemendur þeirra og kennara. Þá stefnir lögreglan að öflugu og góðu samtali við félagasamtök, atvinnulíf og ekki síst íbúa umdæmisins með það leiðarljósi að samvinna og samstarf sé best til þess fallið að gera gott samfélag enn betra.

Afbrotavarnir eru samfélagslegt viðfangsefni þar sem allir hafa hlutverk og bera ábyrgð.

Stefnuna í heild sinni má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
21 tímum síðan

Þann 31.03. sl. hvarf nokkurt magn af svona koparvír af vegslóða skammt frá Vök baths við Egilsstaði. Koparvírinn er um 1 cm á þykkt.
Ef einhver hefur orðið var við svona vír á vergangi eða hefur einhverjar upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-0600 eða í tölvupósti austurland@logreglan.is
... Sjá meiraSjá minna

Þann 31.03. sl. hvarf nokkurt magn af svona koparvír af vegslóða skammt frá Vök baths við Egilsstaði. Koparvírinn er um 1 cm á þykkt.
Ef einhver hefur orðið var við svona vír á vergangi eða hefur einhverjar upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-0600 eða í tölvupósti austurland@logreglan.is

5 CommentsComment on Facebook

Hví skyldi Lögreglan á Austurlandi vera að fara með ósannindi? Vök baths er EKKI á Egilsstöðum, og hefur aldrei verið. það er staðreynd, hvað sem hverjum finnst um það.

Ja eitt er víst að Hringrás kaupir þetta ekki, en það eru fleiri að versla svona

10 mm í þvermál??

Einar Skúli Atlason

Fck'ers!!!!😔

View more comments

2 dögum síðan

Viljum benda þeim fjölmörgu sem hyggjast horfa á körfuknattleikinn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum núna á eftir að leggja bílum sínum á bílastæðum já eða koma gangandi ef það er mögulegt. Góða skemmtun. ... Sjá meiraSjá minna

6 dögum síðan

Almannavarnaæfing var í gær á Seyðisfirði með viðbragðsaðilum í umdæminu og Norrænu, auk þess sem Landhelgisgæslan tók þátt og Neyðarlína. Þá var samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra virkjuð. Rýnifundur var haldinn um borð í Norrænu að æfingu lokinni. Þótti hún takast prýðilega þar sem reyndi m.a. á samskipti og samvinnu mismunandi eininga og viðbragðsaðila.

Myndir má sjá hér að neðan sem teknar voru í gær.
... Sjá meiraSjá minna

Almannavarnaæfing var í gær á Seyðisfirði með viðbragðsaðilum í umdæminu og Norrænu, auk þess sem Landhelgisgæslan tók þátt og Neyðarlína. Þá var samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra virkjuð. Rýnifundur var haldinn um borð í Norrænu að æfingu lokinni. Þótti hún takast prýðilega þar sem reyndi m.a. á samskipti og samvinnu mismunandi eininga og viðbragðsaðila. 

Myndir má sjá hér að neðan sem teknar voru í gær.Image attachmentImage attachment+3Image attachment
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram