Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið.
Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfs og tekur mið af kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.
Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggt að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf.
Gæta skal að því við ákvörðun launa og annarra starfskjara og hlunninda að ekki sé mismunað á grundvelli kyns, eða að önnur ólögmæt mismunun eigi sér stað á grundvelli persónubundinna atriða eða annarra ólögmætra þátta. Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, tækifæri til símenntunar, veitingu tækifæra til að axla ábyrgð og ákvarðana varðandi framgang í störfum og uppsagnir.
Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins/lögreglu.
Stjórnendur leggja áherslu á sífelldar umbætur, eftirlit og viðbrögð og starfsmenn hvattir til að koma þar að málum.
Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst fyrst og fremst af fjórum þáttum, hæfni, ábyrgð, álagi og vinnuaðstæðum en einnig af persónubundnum þáttum; viðbótarmenntun er nýtist í starfi, sérstöku bakvaktarálagi, þjálfun og handleiðslu.
Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra, sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.
Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og skrifstofustjóra um framhald málsins.
Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Til að ná þessum markmiðum skal embættið:
Innleiða jafnlaunakerfi, skjalfesta og viðhalda því.
-Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að greina hugsanlegan kynbundinn launamun og kynna starfsfólki helstu niðurstöður.
Bregðast við frábrigðum sem fram koma með stöðugum umbótum og eftirliti.
Árlega verði gerð innri úttekt og að verkefnastjórn rýni stöðuna á jafnlaunakerfinu og aðgerðaráætlun verði yfirfarin og uppfærð eftir þörfum.
Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög.
Jafnlaunastefnan verði árlega kynnt öllu starfsfólki og hún gerð aðgengileg öllum á vefsíðu LAL.
Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan minnir á kynningu almannavarnanefndar Austurlands á nýjum rýmingarkortum í Fjarðabyggð og Múlaþingi. (Sjá og færslu hér fyrir neðan.)
Kynningin verður sem hér segir:
Seyðisfjörður, - Herðubreið þriðjudaginn 3. desember kl. 17:00.
Stöðvarfjörður, - Grunnskólinn miðvikudaginn 4. desember kl. 16:00.
Fáskrúðsfjörður, - Grunnskólinn miðvikudaginn 4. desember kl. 18:00.
Neskaupstaður, - Nesskóli, miðvikudaginn 4. des. kl. 20:00.
Eskifjörður, - Grunnskólinn fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Undanfarið ár hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnið með Almannavarnarnefnd Austurlands að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð.
Um er að ræða rýmingarkort fyrir Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Voru hin nýju kort staðfest af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-orku- og loftlagsráðherra í dag, fimmtudaginn 28.nóvember, og taka nú gildi í stað eldri korta.
Nýir rýmingareitir miða við ofanflóðavarnir sem risið hafa frá því hættumat ofanflóða var gert ásamt öðrum þáttum sem draga úr hættu.
Ein mikilvægasta breytingin er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélaganna Múlaþings og Fjarðabyggðar. Þar uppfærast allar breytingar jafnóðum, hvort heldur nýjar götur eru lagðar eða hús byggð. Þá munu kortin einfalda skipulag og vinnu viðbragðsaðila ef til rýminga kemur.
Kortin verða aðgengileg íbúum á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja á næstu dögum. Geta þá íbúar kynnt sér á hvaða rýmingareitum hús þeirra eru. Jafnframt mun Almannavarnarnefnd Austurlands bjóða upp á kynningu fyrir íbúa sem hér segir:
Seyðisfjörður, - Herðubreið þriðjudaginn 3. desember kl. 17:00.
Stöðvarfjörður, - Grunnskólinn miðvikudaginn 4. desember kl. 16:00.
Fáskrúðsfjörður, - Grunnskólinn miðvikudaginn 4. desember kl. 18:00.
Eskifjörður, - Grunnskólinn fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.
Kynning á kortum fyrir Neskaupstað fór fram á fundi þar í lok október sl.
Mynd hér að neðan var tekin við undirritun kortanna á Veðurstofunni í dag. Með ráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, er Hildigunnur H.H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar, Matthew J. Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknasviðs Veðurstofunnar, Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati hjá Veðurstofu og Ragnar Heiðar Þrastarson, fagstjóri landupplýsingakerfa á Veðurstofunni. (Ljósmynd: Veðurstofa Íslands/Haukur Hauksson)
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Vonskuveður framundan 🌨❄️🌪
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði í dag, föstudag 15. nóvember frá kl. 14:00 til kl. 14:00 á morgun, laugardag.
Útlit er fyrir norðan og norðvestan hvassviðri, 15-28 m/s með snjókomu og lélegu skyggni og má búast við enn sterkari vindhviðum.
Gera má ráð fyrir samgöngutruflunum og varasömu ferðaveðri og að samgöngur milli landshluta raskist, búast má við að fjallvegum verði lokað.
Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð á vegum og veðurspá áður en haldið er af stað á meðan veðrið gengur yfir og að vera ekki á ferðinni að nauðsynja lausu.
Förum varlega, fylgjumst vel með og komum heil heim.
www.umferdin.is
www.vedur.is
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning, sunnan 15-23 undir morgun, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Snýst í suðvestan 20-28 með sk...0 CommentsComment on Facebook