Lögreglan á Austurlandi Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Austurlandi

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins.  Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið.

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfs og tekur mið af kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggt að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf.

Gæta skal að því við ákvörðun launa og annarra starfskjara og hlunninda að ekki sé mismunað á grundvelli kyns, eða að önnur ólögmæt mismunun eigi sér stað á grundvelli persónubundinna atriða eða annarra ólögmætra þátta. Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, tækifæri til símenntunar, veitingu tækifæra til að axla ábyrgð og ákvarðana varðandi framgang í störfum og uppsagnir.

Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins/lögreglu.

Stjórnendur leggja áherslu á sífelldar umbætur, eftirlit og viðbrögð og starfsmenn hvattir til að koma þar að málum.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst fyrst og fremst af fjórum þáttum, hæfni, ábyrgð, álagi og vinnuaðstæðum en einnig af persónubundnum þáttum; viðbótarmenntun er nýtist í starfi, sérstöku bakvaktarálagi, þjálfun og handleiðslu.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra, sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og skrifstofustjóra um framhald málsins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Til að ná þessum markmiðum skal embættið:

Innleiða jafnlaunakerfi, skjalfesta og viðhalda því.

-Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að greina hugsanlegan kynbundinn launamun og kynna starfsfólki helstu niðurstöður.

Bregðast við frábrigðum sem fram koma með stöðugum umbótum og eftirliti.

Árlega verði gerð innri úttekt og að verkefnastjórn rýni stöðuna á jafnlaunakerfinu og aðgerðaráætlun verði yfirfarin og uppfærð eftir þörfum.

Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög.

Jafnlaunastefnan verði árlega kynnt öllu starfsfólki og hún gerð aðgengileg öllum á vefsíðu LAL.

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins.  Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á Austurlandi sinnir árlegu hálendiseftirliti um þessar mundir, m.a. við Kverkfjöll, Öskju, Holuhraun, Herðubreiðalindir, Fljótsdalsheiði, Möðrudalsöræfi og víðar. Fylgst er utanvegaakstri, kannað með ökuréttindi og ástand ökumanna, ásamt því að sinna útköllum og aðstoða ferðalanga ef svo ber undir. Eftirlit þetta er liður í sýnileika lögreglu og þjónustu við þá fara um hálendið. ... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á Austurlandi sinnir árlegu hálendiseftirliti um þessar mundir, m.a. við Kverkfjöll, Öskju,  Holuhraun,  Herðubreiðalindir, Fljótsdalsheiði, Möðrudalsöræfi og víðar. Fylgst er utanvegaakstri, kannað með ökuréttindi og ástand ökumanna, ásamt því að sinna útköllum og aðstoða ferðalanga ef svo ber undir.  Eftirlit þetta er liður í sýnileika lögreglu og þjónustu við þá fara um hálendið.

1 CommentComment on Facebook

Flottir.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram