Lögreglan á Vesturlandi Jafnlaunastefna lögreglustjórans á Vesturlandi

Jafnlaunastefna Lögreglustjórans á Vesturlandi

Stefna Lögreglustjórans á Vesturlandi er að allir starfsmenn embættisins njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.  Enginn ómálefnalegur launamunur skal vera til staðar og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir alla óháð kyni eða kynvitund, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig skal taka tillit til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur embættið  sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85 og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.

Embættið greiðir laun á grundvelli kjara- og stofnanasamninga þar sem launákvarðanir eru skjalfestar, rekjanlegar og rökstuddar. Starfsmönnum er alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. Jafnlaunastefna er órjúfanlegur hluti launastefnu embættisins.

Lögreglustjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu embættisins og að henni sé framfylgt.

Til þess að ná því markmiði mun embættið:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, sbr. lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf.
  • Bregðast strax við óútskýrðum launamun og frávikum sem kunna að upp varðandi launakjör í starfi.
  • Viðhafa virkt eftirlit og sýna viðbrögð við veikleikum.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna árlega niðurstöður launagreiningar og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum embættisins.
  • Hafa jafnlaunastefnu aðgengilega almenningi.

Jafnlaunastefnuna má finna hér í heild sinni.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0300 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vesturlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 vikum síðan

Lögreglan á Vesturlandi verður með æfingar í dag fimmtudag í umdæminu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra og menntastofnun lögreglunnar. Fólk gæti orðið vart við æfinguna en engin hætta stafar af henni. Við vonum að æfingin valdi ekki óþægindum. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Nákvæmlega hvar? Akranesi? Borgarnesi? Stykkishólmi?

1 mánuði síðan

Eldur kviknaði í ónýtum bifreiðum á sorphirðusvæði Terra við Akranes fyrr í dag. Mikinn reyk leggur frá svæðinu og er íbúum á Akranesi og í nærliggjandi sveitum ráðlagt að loka gluggum á meðan eldurinn geysar. Hægt gengur að ráða niðurlögum eldsins og ef vindátt breytist kann reyk að leggja yfir bæinn. ... Sjá meiraSjá minna

6 mánuðum síðan

Með hækkandi sól eru þeir enn nokkrir sem aka um á nagladekkjum. Þeir ökumenn þurfa að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Heimild til þess að aka um á nagladekkjum var til 14. apríl.

Við vitum að í okkar umdæmi hefur verið vetrarfærð á heiðum og við tökum fullt tillit þess ef ökumenn eru á ferðinni við slíkar aðstæður. Hér á suðursvæði lögreglustjórans á Vesturlandi er ekki þörf á nagladekkjum.

Sektin við að aka um á nagladekkjum er 20.000kr á hvern negldan hjólbarða og því 80.000kr ef allt er á nöglum.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram