Lögreglan á Vesturlandi Jafnlaunastefna lögreglustjórans á Vesturlandi

Jafnlaunastefna Lögreglustjórans á Vesturlandi

Stefna Lögreglustjórans á Vesturlandi er að allir starfsmenn embættisins njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf. Enginn ómálefnalegur launamunur skal vera til staðar og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir alla óháð kyni eða kynvitund, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig skal taka tillit til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Til að framfylgja jafnlaunastefnunni hefur embættið skjalfest, innleitt og viðhaldið stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85/2012. Embættið greiðir laun á grundvelli kjara- og stofnanasamninga þar sem launákvarðanir eru skjalfestar, rekjanlegar og rökstuddar. Starfsmönnum er alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. Jafnlaunastefna er órjúfanlegur hluti launastefnu embættisins. Lögreglustjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu embættisins og að henni sé framfylgt.

Til þess að ná því markmiði hefur embættið:

• Innleitt, skjalfest og viðhaldið vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85/2012, sbr. lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.
• Framkvæmt árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf.
• Skuldbundið sig að Bregðast strax við óútskýrðum launamun og frávikum sem kunna að koma upp varðandi launakjör í starfi. • Viðhaft virkt eftirlit og brugðist við veikleikum.
• Fylgt viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
• Kynnt árlega niðurstöður launagreiningar og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum embættisins.
• Birt jafnlaunastefnu á opinberum vettvangi. Borgarnesi, 6. desember 2023, Gunnar Örn Jónsson

Jafnlaunastefnuna má finna hér í heild sinni.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0300 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vesturlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í gær var mikið um að vera á Akranesi, enda laugardagur Írskra daga alla jafna stærsti dagur hátíðahaldanna. Dagurinn endaði á svonendu Lopapeysuballi á hafnarsvæðinu og að þessu sinni hafa gestir þar líklega verið um 5000.
Annríki var hjá lögreglu í nótt og fram eftir morgni og eru atvik og mál sem lögregla sinnti um 70
5 sinnum þurfti lögregla að bragðast við vegna átaka en engin alvarleg meiðsl hlutust af.
5 voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og 10 vegna gruns um ölvun við akstur og 7 fíkniefnamál komu upp
Tveir gistu fangageymslu.
Þegar leið á nóttina þurfti að aðstoða allnokkra sem vegna ölvunar, áttu í vandræðum með að komast í náttstað.
Þó nokkrum ungmennum var komið í hendur félagsmálayfivalda en ekki liggur fyrir á þessari stund hversu mörg þau voru.
Að sögn lögreglumanna á næturvakt gekk vaktin, þrátt fyrir allt, vel og ekkert "stórt" kom upp
... Sjá meiraSjá minna

Nú standa yfir Írskir dagar á Akranesi og venju samkvæmt talsvert af fólki sem heimsækir bæinn.
Alltaf eru einhverjir sem fara út af sporinu þegar margir eru að skemmta sér. Um 30 tilvik eru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Þau helstu eru að fjórir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra bakkaði á aðra bifreið.
Þrisvar sinnum kom til átaka manna í milli en sem betur fer meiðsli lítil eða engin.
Lögregla hafði afskipti af þremur ölvuðum ungmennum og var þeim komið í hendur forráðamanna.
Enginn gisti fangageymslur í nótt.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Ég fékk svona gömlu daga fíling að keyra um bæinn í nótt, þegar allir hópuðust saman niður í bæ og mikil gleði🥰 Frábær ungmenni og flott að sjà foreldra á röltinu og ykkur líka. Eigið frábæra helgi og góða vakt í nótt🧡🤍💚

2 mánuðum síðan

Umferðarslys á Vesturlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum sunnudagskvöldið 9. júní. Fólksbifreið sem ekið var í norður skall framan á jeppabifreið sem ekið var til suðurs. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en ökumaður og farþegi í jeppabifreiðinni voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landsspítalann.

Báðar bifreiðar eru ónýtar eftir slysið.
Lögreglan á Vesturlandi er með tildrög slyssins til rannsóknar.
... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook

Hræðilegt sĺys var virkilega erfitt að koma að þessu votta aðstandendum innilega samúð

Af hverju "lækar" fólk, á frétt af svona hörmulegu slysi??

❤️

❤️🙏

❤️🙏

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram