Jafnlaunastefna Lögreglustjórans á Vesturlandi
Stefna Lögreglustjórans á Vesturlandi er að allir starfsmenn embættisins njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf. Enginn ómálefnalegur launamunur skal vera til staðar og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir alla óháð kyni eða kynvitund, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig skal taka tillit til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Til að framfylgja jafnlaunastefnunni hefur embættið skjalfest, innleitt og viðhaldið stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85/2012. Embættið greiðir laun á grundvelli kjara- og stofnanasamninga þar sem launákvarðanir eru skjalfestar, rekjanlegar og rökstuddar. Starfsmönnum er alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. Jafnlaunastefna er órjúfanlegur hluti launastefnu embættisins. Lögreglustjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu embættisins og að henni sé framfylgt.
Til þess að ná því markmiði hefur embættið:
• Innleitt, skjalfest og viðhaldið vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85/2012, sbr. lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.
• Framkvæmt árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf.
• Skuldbundið sig að Bregðast strax við óútskýrðum launamun og frávikum sem kunna að koma upp varðandi launakjör í starfi. • Viðhaft virkt eftirlit og brugðist við veikleikum.
• Fylgt viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
• Kynnt árlega niðurstöður launagreiningar og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum embættisins.
• Birt jafnlaunastefnu á opinberum vettvangi. Borgarnesi, 6. desember 2023, Gunnar Örn Jónsson
Jafnlaunastefnuna má finna hér í heild sinni.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0300 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Förum gætilega. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Þann 16 desember ætlar Lögreglan á Vesturlandi að heimsækja alla 5. bekki í umdæminu og leggja fyrir krakkana skemmtilega umferðargetraun. Einn heppinn nemandi í hverjum bekk fær svo verðlaun á aðfangadag frá lögreglunni. 👮👮♂️🎅🏻 ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í bílslysum var í gær. Lögreglan á Vesturlandi tók þátt í minningarathöfn á Hvanneyri þetta árið með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu.
Munum að fara varlega í umferðinni. ❤️
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook