Lögreglan á Vestfjörðum Patreksfjörður

Lögreglan á Vestfjörðum

Aðalstræti 92
450 Patreksfirði
Beinn sími: 444 0430
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Lögreglustöðvar

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

3 tímum síðan

Lögreglan á Vestfjörðum

Kl.10:16 í morgun barst tilkynning til Neyðarlínunnar um umferðarslys í Skötufirði. Tilkynningin barst frá tveimur vegfarendum sem áttu þar leið hjá. Tilkynningin hljóðaði þannig að bifreið hafi lent út af veginum og hafnað í sjónum og að þrjár manneskjur væru um borð.

Vegfarendurnir tveir, sem komu fyrstir á vettvang, hófu þegar að gera ráðstafanir til að koma fólkinu til bjargar. Þeim bættist liðsauki þegar tveir aðrir vegfarendur komu að. Þessum aðilum tókst að koma tveimur farþegum úr bifreiðinni, konu og ungu barni úr bifreiðinni og upp á land. Hófu þessir fjórmenningar endurlífgun. Þriðji aðilinn var fastur upp á þaki bílflaksins.

Viðbragðsaðilar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðir út og aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum var virkjuð sem og samhæfingamiðstöð almannavarna í Reykjavík.

Klukkustund eftir að tilkynningin barst voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang og tóku við endurlífgun og öðrum aðgerðum á vettvangi.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang, með tvo lækna og kafara. Fyrir voru um 50 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn, auk tveggja lækna sem komu frá Ísafirði. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang á tveimur björgunarskipum, þeim Gísla Jóns frá Ísafirði og Kobba Láka frá Bolungarvík. Ökumanni var bjargað af bílflakinu um borð í annan björgunarbátinn. Hann ekki alvarlega slasaður en orðinn kaldur.

Þyrlurnar fluttu síðan ökumann og farþegana tvo til Reykjavíkur þar sem þau njóta læknismeðferðar. Líðan eins þeirra er betri en hina. Aðstandendum fólksins hefur verið gert viðvart um slysið.
Fólkið sem í bílnum var er af erlendu þjóðerni, en búsett á Vestfjörðum. Það kom erlendis frá í nótt. Vegna þessa þurfti aðgerðastjórn og umdæmissóttvarnalæknir að setja alls 18 viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví auk þeirra fjögurra einstaklinga sem komu fyrstir á vettvang, alls 22 manns.

Vegna þessa var sóttvarnahús opnað í Önundarfirði þar sem stór hluti þessa viðbragðsaðila er í sóttkví. Vonir standa til þess að þeirri sóttkví ljúki á morgun þegar seinni sýnataka hjá einstaklingunum þremur liggur fyrir. Fyrri sýnataka hjá fólkinu á landamærunum reyndist neikvæð.

Ástæða er til þess að hrósa vegfarendunum fjórum sem komu fyrstir á vettvang fyrir þrekvirki við björgunina en aðstæður voru afar erfiðar. Viðbragðsaðilar brugðust hratt og vel við og unnu vel á vettvangi. Veður var gott en nokkur hálka á vegi.

Þegar þetta er ritað er ekki vitað frekar um líðan fólksins. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. En einnig kemur rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri rannsókn.
... Sjá meiraSjá minna

3 dögum síðan

Lögreglan á Vestfjörðum

Veginum upp á Seljalandsdal hefur verið lokað vegna mikillar hálku.
Ekki er gert ráð fyrir að hann opni aftur í dag eins og staðan er nú.

Eins er vegfarendum, akandi sem og gangandi, bent á mikla hálku sem hefur myndast víða í dag sökum hlýjinda.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Snilld, þá er hægt að fara á skauta!

Það átti ekki að senda börnin uppeftir í svona færi.

Unnið er að því að gera veginn ökuhæfann svo þeir sem á svæðinu eru komist niður.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram