Tölfræði og rannsóknir

Síðast uppfært: 10 Mars 2015 klukkan 05:08

Tölfræði
Ísland er fámennt land og öruggur staður til að búa á. Hér eins og annars staðar eru þó framin afbrot og er það eitt af hlutverkum lögreglu að skrá öll brot og tilkynningar svo hægt sé að fylgjast með þróun brota og störfum lögreglu.

Hér má finna samantekt af þeim tölfræðiupplýsingum sem lögreglan gefur út. Tölfræði fyrir landið í heild sinni er almennt unnin af embætti ríkislögreglustjóra en tölfræði sem á við ákveðið lögregluembætti er unnin af því embætti. Góð samvinna er á milli allra embætta með tilliti til vinnslu upplýsinga og leitast lögreglan fyrst og fremst við að upplýsingarnar séu sem áreiðanlegastar.

Nú er reglubundin útgáfa á tölfræði aðallega hjá embætti ríkislögreglustjóra og embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar er um að ræða:

  • Afbrotatíðindi (mánaðarlega)
  • Afbrotatölfræði (árlega)
  • Grunaðir/kærðir einstaklingar (annað hvort ár)

Rannsóknir
Fræðilegar rannsóknir á afbrotum og afbrotahegðun setja afbrot á Íslandi í stærra samhengi sem nýtist lögreglu við að taka ákvarðanir sem byggja á gögnum og mælingum.

Rannsóknir eru einnig mikilvægar til þess að starf lögreglu sé faglegt, öruggt og gefandi fyrir lögreglumenn sem skilar sér út í samfélagið.

Rannsóknir sem framkvæmdar eru á vegum lögreglunnar snúa aðallega af því að setja afbrotatölfræði í fræðilegt samhengi, kanna ýmsa þætti lögreglustarfa, öryggistilfinningu borgaranna, og síðast en ekki síst samskipti lögreglu og borgara.

Hér má finna samantekt af þeim fræðilegu rannsóknum sem unnar hafa verið af lögreglunni og/eða í samvinnu við lögregluna. Þá er átt við rannsóknir sem tengjast afbrotum eða löggæslu á einhvern hátt.

  • Reynsla landsmanna af afbrotum og viðhorf til lögreglu
  • Aðrar rannsóknir