Ég þarf að sækja um skotvopnaleyfi, eða leyfi til að kaupa skotvopn. Hvar geri ég það

Síðast uppfært: 24 Maí 2017 klukkan 14:29

Til að sækja um skotvopnaleyfi eða leyfi til að eignast skotvopn er hægt að koma á lögreglustöðina við Dalveg 18, Kópavogi, en þar er skotvopnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að fara á lögreglustöð á hverjum stað.

Sé ætlunin að lána skotvopn, eða leyfi til að kaupa skotvopn er einnig hægt að senda inn rafrænt eyðublað, en það er gert hér:

Heimild til að eignast skotvopn: https://logreglan.eydublod.is/Forms/Form/L-404

Tilkynning um lán á skotvopni: https://logreglan.eydublod.is/Forms/Form/L-402

Posted in: Skotvopn