Mörg ný ökutæki eru útbúin þannig að þegar bifreiðin er ræst, kvikna stöðuljós að framan (oftar en ekki LED ljós) en engin ljós að aftan. Þó að ökutækið sé svona útbúið er samt sem áður skylda að vera með ökuljós kveikt. Því þurfa eigendur þessara ökutækja að muna eftir því að kveikja ljós bifreiðarinnar áður en lagt er af stað, til að vera vel sýnileg og í samræmi við reglur.

Í sumum nýrri ökutækjum er skynjari sem skynjar hvort að það sé byrjað að nátta, en þar sem aðstæður eru oft erfiðari hér á landi hafa sumir hreinlega brugðið á það ráð að setja límbandi yfir slíka skynjara til að aðalljós bifreiðarinnar séu alltaf kveikt. Slíkt er þó alfarið undir eigandanum komið, en gott ráð fyrir þá sem gleyma stundum að kveikja aðalljós bifreiðarinnar.

Posted in: Umferðarmál