Tilkynna mál / sækja um leyfi

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Með vorkomunni eykst umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna. Þá eykst einnig notkun rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla en um slík tæki er ætlunin að fjalla stuttlega um hér.

Rafhlaupahjól teljast til reiðhjóla og mega ná 25 km hraða á klst. að hámarki. Þau má m.a. nota á gangstéttum og göngustígum. Ekkert aldurstakmark er á slík hjól samkvæmt núgildandi lögum, en leigufyrirtæki slíkra hjóla setja oft eigin aldurstakmark á sín hjól sem þá eru á þeirra vegum.
Létt bifhjól í flokki I eða svokallaðar vespur geta verið bensín- og rafknúin með allt að 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmótor. Þau eru jafnan stærri og þyngri en rafhlaupahjól og framleidd sem létt bifhjól. Þau mega einnig ná 25 km hraða á klst. að hámarki, eru ekki skráningar- eða tryggingarskyld en ökumenn slíkra hjóla þurfa að hafa náð 13 ára aldri. Þau má einnig nota á gangstéttum og göngustígum.
Þá eru til létt bifhjól í flokki II einnig þekkt sem skellinöðrur. Slík hjól mega hafa sömu vélarstærð og í flokki I, þ.e. allt að 50 cc bensínvél eða 4 W rafmótor. Þau mega ná 45 km hraða á klst að hámarki og eru skráningar- og tryggingaskyld. Að auki þarf ökuréttindi á slík hjól, almennt bílpróf eða AM-réttindi sem 15 ára og eldri geta sótt um.
Þá er óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Nokkuð virðist um það að hjólum af þessum tegundum sé breytt með þeim hætti að þau ná meiri hraða en lög mæla fyrir um. Er þá sérstaklega um að ræða rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I (vespurnar) sem sumar hverjar ná 70-100 km hraðar eftir því sem mátt hefur sjá.
Slíkum hjólum er ekki gott að vita af meðal gangandi vegfarenda eða með börn við stjórn þeirra.
Þá er einnig óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Lögreglan á Vestfjörðum ráðgerir m.a. að hafa sérstaklega eftirlit með þessum málaflokki á næstu vikum og mánuðum. Er því beint til eigenda slíkra hjóla sem ekki eru í samræmi við lög að nota þau ekki og því beint til foreldra og forráðamanna barna sem nota slík hjól að heimila ekki notkun þeirra.
... Sjá meiraSjá minna

Með vorkomunni eykst umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna.  Þá eykst einnig notkun rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla en um slík tæki er ætlunin að fjalla stuttlega um hér.
 
Rafhlaupahjól teljast til reiðhjóla og mega ná 25 km hraða á klst. að hámarki. Þau má m.a. nota á gangstéttum og göngustígum. Ekkert aldurstakmark er á slík hjól samkvæmt núgildandi lögum, en leigufyrirtæki slíkra hjóla setja oft eigin aldurstakmark á sín hjól sem þá eru á þeirra vegum.
Létt bifhjól í flokki I eða svokallaðar vespur geta verið bensín- og rafknúin með allt að 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmótor. Þau eru jafnan stærri og þyngri en rafhlaupahjól og framleidd sem létt bifhjól. Þau mega einnig ná 25 km hraða á klst. að hámarki, eru ekki skráningar- eða tryggingarskyld en ökumenn slíkra hjóla þurfa að hafa náð 13 ára aldri. Þau má einnig nota á gangstéttum og göngustígum.
Þá eru til létt bifhjól í flokki II einnig þekkt sem skellinöðrur. Slík hjól mega hafa sömu vélarstærð og í flokki I, þ.e. allt að 50 cc bensínvél eða 4 W rafmótor. Þau mega ná 45 km hraða á klst að hámarki og eru skráningar- og tryggingaskyld. Að auki þarf ökuréttindi á slík hjól, almennt bílpróf eða AM-réttindi sem 15 ára og eldri geta sótt um.
Þá er óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

 Nokkuð virðist um það að hjólum af þessum tegundum sé breytt með þeim hætti að þau ná meiri hraða en lög mæla fyrir um. Er þá sérstaklega um að ræða rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I (vespurnar) sem sumar hverjar ná 70-100 km hraðar eftir því sem mátt hefur sjá.
Slíkum hjólum er ekki gott að vita af meðal gangandi vegfarenda eða með börn við stjórn þeirra.
Þá er einnig óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Lögreglan á Vestfjörðum ráðgerir m.a. að hafa sérstaklega eftirlit með þessum málaflokki á næstu vikum og mánuðum. Er því beint til eigenda slíkra hjóla sem ekki eru í samræmi við lög að nota þau ekki og því beint til foreldra og forráðamanna barna sem nota slík hjól að heimila ekki notkun þeirra.

Góða helgi, öllsömul.

Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur - það er langbest fyrir alla.
... Sjá meiraSjá minna

Góða helgi, öllsömul.

Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur - það er langbest fyrir alla.

18 CommentsComment on Facebook

sammála. Það eru þrjár stéttir sem ég vona alltaf að hafi ekkert að gera á vaktinni. Lögreglan, slökkviðliði og Sjúkrafluttningamenn. Eigið góða helgi.

I think the same way when I work on a construction site

Happy 😊 weekend

Happy weekend. Stay safe Officers 👮‍♀️👮

Letingarnir segja: "Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur." Þó maður fari ekki oft inn í höfuðborg Íslands, er alveg ljóst að löggan verður ekki á vegi manns. Þeir eru víst alltaf í kaffi og kleinuhring. Einhver afsakaði lögguna og sagði hana svo undirmannaða að þeir gætu ekki verið á vegum og götum. Þeir væru upppteknir annarsstaðar. Ég sagði það, í kaffi. Ég fer til Reykjavíkur að jafnaði 1x í viku. Ég sé aldrei lögregluna, hvorki gangandi né akandi. Ég sá þó löggubíl einn daginn lagt í blátt stæði fatlaðra. Ég hef réttindi til að leggja í blátt stæði, en þann daginn var stæðið upptekið af latri löggu sem gat ekki gengið 6 metrum lengra.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram