26 Febrúar 2018 15:34

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku grunaðir um að aka bifreiðum sínum undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökurétti vegna sambærilegra brota. Aksturslag hinna tveggja gaf tilefni til þess að skoða ástand þeirra sérstaklega.     Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.

2 ökumenn aðrir voru kærðir fyrir að aka sviptir ökurétti.

20 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt, flestir á Suðurlandsvegi i Eldhrauni og á svæðinu frá Vík að Lómagnúp. Af þeim eru 16 erlendir einstaklingar en 4 Íslenskir.

Skráningarnúmer voru tekin af 3 ökutækjum sem ekki höfðu lögboðnar tryggingar í gildi.

18 innhringingar eru bókaðar frá erlendum ferðamönnum í vanda vegna veðurs og færðar þar sem Fjarskiptamiðstöð lögreglu leysir málin með því að koma þeim í samband við aðstoð eða leiðbeinir með úrlausn.

8 ára drengur slasaðist á rist þegar hann rann í hálku undir skólabíl vð Sunnulækjarskóla þann 19. febrúar s.l.  Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.    Sama dag missti maður, í uppsveitum Árnessýslu, framan af fingri þegar hann festi hann í trissuhjóli á sogdælu fyrir mjaltavél.

Þann 20. febrúar slasaðist kona þegar hún féll af hestbaki á Bæjarhverfisvegi í Ölfusi. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en er ekki talin alvarlega meidd.

Aflífa þurfti hreindýrskálf sem fannst í Skiphólum í Sveitarfélaginu Hornarfirði en dýrið reyndist fótbrotið á framfæti. Vangbrotnum hrafni sem handsamaður var af lögreglu og bæjarbúa á Selfossi er nú hjúkrað af þessum sama bæjarbúa en ekki hafa borist fréttir af því hvernig krumma muni reiða af.

Klakastífla í Hvítá virðist nú opin en farið var að renna eftir opnum farvegi að morgni laugardagsins og fljótlega eftir hádegið losnaði um þann hluta sem hélt vatni að Vaðnesinu.