Jú, sannarlega reynum við að fylgjast með íbúagötum enda eru það einmitt göturnar sem við leggjum mikla áherslu á. Það sem þarf samt að muna er að tilfinning okkar fyrir hraða ökutækja er miðuð við umhverfið. Þannig finnst okkur oft að ökutæki sem er ekið í þröngri, gróinni götu þar sem kyrrð ríkir, sé í raun ekið töluvert hraðar er raun ber vitni.

Þannig fáum við stundum óskir um hraðamælingar úr slíkum götum, síðan þegar við mælum þá er jafnvel ekki einni bifreið ekið of hratt, en þá hefur tilfinning okkar fyrir hraða breyst, sökum þess hvernig gatan er. Um þetta eru mörg dæmi.

Posted in: Umferðarmál