Hvað varðar aksturinn þá eru vinnuljós eða svokölluð varúðarljóssker ekki ætluð til slíkra nota. Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir:

  1. Varúðarljós.

Litur: Skal vera gulur.

Notkun: Ljósið er ætlað til notkunar þegar ökutæki er í þannig aðstöðu að:

  • Vegna vinnu er ekki farið eftir fyrirmælum umferðarlaga.
  • Unnið er við sérstaka flutninga sem geta verið til verulegrar hættu fyrir aðra umferð.
  • Unnið er að vegagerð og vegaviðhaldi, þ.m.t. snjómokstri.
  • Unnið er við björgunarstörf, þ.m.t. drætti ökutækis.

 

Þér er því ekki heimilt að nota varúðarljós í þessum tilgangi enda tengir fólk gult varúðarljós við allt annað en bifreið í hröðum akstri og slíkt getur valdið miklum misskilningi.

Hvað varðar aksturinn sjálfan þá er mögulegt að víkja undan ákvæðum umferðarlaga í ákveðnum tilfellum, sé sannarlega lífshætta. Slíkt gildir þó ekki um almenn útköll og þarf nauðsyn akstursins að vera alveg skýr. Það að aka neyðarakstur er mjög hættulegt og veldur ekki bara þeim sem ekur hættu heldur öllum í umhverfinu.

Í lögunum segir:

„Vélknúið ökutæki, sem í einstakt skipti er notað til aksturs í þjónustu lögreglu, slökkviliðs eða í lífsnauðsyn, svo sem við flutnings sjúks manns eða slasaðs, og er greinilega auðkennt að framan með hvítri veifu, er við þann akstur jafnsett ökutæki sem ætlað er til neyðaraksturs. Stjórnandi ökutækisins skal tilkynna lögreglunni um aksturinn svo fljótt sem auðið er að akstri loknum. Heimildarlaus notkun hvítrar veifu er bönnuð.“

Lögin má finna hérna.

Reglugerðina má finna hérna.

Posted in: Umferðarmál