Reglulega kemur fyrir að fólk sé í þessari aðstöðu. Í daglegu tali er oftast talað um skotvopnaleyfi en í raun er þar um að ræða tvö leyfi, annars vegar skotvopnaréttindi en hins vegar veiðileyfi. Þannig eru ekki margir sem veiða, sem hafa bara skotvopnaréttindi. Þeir aðilar eiga ýmist skotvopn í söfnunartilgangi eða stunda skotíþróttir.

Til þess að eiga skotvopn þarf að vera með skotvopnaleyfi, en þannig getur viðkomandi verið skráður fyrir vopninu og þannig vitað hver ber ábyrgð á því.

Mjög mikilvægt er að skráningar skotvopna séu í lagi enda er mikilvægt að lögreglan hafi nákvæmar skrár um hvar vopn séu og hver beri ábyrgð á þeim, ekki síst sökum þess að ef skotvopni er stolið þarf lögregla að vita af slíku, en mikið kapp er lagt á að endurheimta stolin skotvopn, eðli málsins samkvæmt.

Í tilvikum þar sem um er að ræða dánarbú hefur erfingi eitt ár, frá dánardegi talið, til að ganga frá skráningu skotvopns á þann sem á að bera ábyrgð á því. Við viljum endilega liðsinna í slíkum málum og hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá aðstoð við að ganga frá slíkum málum.

Posted in: Skotvopn