Við segjum alltaf við fólk: „Ef þú kærir ekki, kemur ekkert ú túr því.“ Einmitt þess vegna mæli ég alltaf með því að fólk kæri, þó ekki nema til þess að það sé skráð og til séu gögn um að þjófnaðurinn hafi átt sér stað, enda kemur mjög reglulega fyrir að við tökum þekkta einstaklinga í afbrotum með varning sem okkur grunar að sé stolinn, en hefur ekki verið tilkynnt um. Auk þessa fæst ekki greitt úr tryggingum nema að búið sé að leggja fram kæru.

Þú getur því farið á lögreglustöð og lagt fram kæru vegna málsins, en best er að þú sért vel undirbúin/nn, takir með þér öll gögn, myndir af stolnum munum (ef þær eru til) og lista yfir það sem er horfið. Best er að þú farir á lögreglustöðina í því hverfi þar sem brotið átti sér stað, en þú getur sannarlega farið á hverja þeirra sem er.

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Posted in: Stolnir munir