Ekki er bannað að spila póker hér á landi og ekki heldur að halda spilamót þar sem menn greiða þátttökugjald og því safnað upp í vinninga sem sá hreppir sem best stendur sig. Þetta fyrirkomulag viðgengst í fleiri spilum heldur en póker og því er það mat ríkissaksóknara að slíkt feli ekki í sér brot á gildandi reglum.

Það sem er hins vegar óheimilt er ef þriðji aðili hagnast af einhvers konar milligöngu um fjárhættuspil. Hvað á við í hverju tilviki getur verið snúið að átta sig á.

Posted in: Ýmislegt