Gríðarlegt magn af munum eru seldir dagsdaglega gegnum netmiðla, þ.m.t. bland.is, enda eru möguleikar almennings til að selja muni með þessi hætti orðni margfalt meiri en þeir voru fyrir fáeinum árum. Þetta þýðir að lögreglan fær töluvert af tilkynningum um muni til sölu, en mjög erfitt, eða ómögulegt er fyrir lögreglu að meta hvort að um stolna muni sé að ræða.

Almennt er það reynsla okkar að sala notaðra muna er í langflestum tilvikum af eðlilegum orsökum og ekkert óeðlilegt við það. Þannig er mjög erfitt fyrir lögreglu að meta hvort að um þýfis é að ræða, en þess heldur biðjum við fólk um að gæta að sér þegar verið er að kaupa notaða muni og nota brjóstvitið – spyrja t.d. um ástæður sölu, skoða hvort að allir fylgihlutir fylgja með; kassar, bæklingar, snúrur og slíkt. Að sama skapi er gott að velta fyrir sér hvort að verðið sé eðlilegt, en ef eitthvað er of gott til að vera satt, er það oft einmitt þannig.

Posted in: Stolnir munir