Já, það getur verið það, enda segir í 5. gr. Reglugerð um skotelda:

„Óheimilt er að breyta á nokkurn hátt skoteldi þannig að hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til.“

Þannig geta legið sektir eða fangelsisrefsing við slíkum brotum, en reglugerðin á stoð í vopnalögum. Þar liggja í raun rökin hvað lögin varðar, en almennt séð er það að taka í sundur flugelda afskaplega hættulegt og getur skapað þeim sem það gerir alvarlegt líkamstjón.

Posted in: Ýmislegt