Já, vikmörk eru á mældum hraða. Ef mældur hraði er 100 km/klst eða minna eru 3 km/klst dregnir frá, en ef mældur hraði er meira en 100 km/klst eru reiknuð út 3% af mælda hraðanum og útreiknaða talan hækkuð upp í næstu heilu tölu fyrir ofan.  Sú tala er síðan dregin frá mælda hraðanum.   Ekki er byrjað að sekta fyrir hraðakstur fyrr en hraðinn er 5 km/klst meiri en leyfður hámarkshraði, sem þýðir að sektir eru gefnar út þegar ökutæki er ekið á 36 km/klst þar sem 30 km/klst hámarkshraði.   Vegna vikmarkanna sem dregin eru frá mælda hraðanum, þá þarf mæling að sýna 39 km/klst til að sektað sé fyrir að aka á 36 km/klst.

Posted in: Umferðarmál