Kerfið er þannig uppbyggt að bifreið sem ekki er færð til skoðunar innan þriggja mánaða frá því að aðalskoðun á að fara fram, fær sjálfkrafa sekt, sem greiða þarf þegar bifreiðin er færð til skoðunar næst. Ef ekki er farið eftir því og bifreiðin samt ekki færð til skoðunar getur lögregla klippt skráningarnúmer af ökutæki eftir að fullir 8 mánuðir hafa liðið frá því að færa átti ökutækið til skoðunar eða fullir 6 mánuðir hafa liðið frá því að bifreiðin átti að færast til endurskoðunar.

Lögreglan hefur þá vinnureglu að senda ekki sérstaklega lögreglumenn á vettvang þar sem tilkynnt er um óskoðaða bíla einfaldlega vegna þess að það eru næg verkefni og þetta verkefni er hentugra að vinna skipulega en ekki taka einn bíl í einu. Þannig er farið yfir götur og hverfi kerfisbundið og sektum dreift á óskoðaða bíla. Ef lögregla hefur afskipti af ökutækjum er oftast hugað að því hvort bifreiðin hafi verið færð til skoðunar.

Posted in: Umferðarmál