Það er á ábyrgð ökumanns ökutækis að allir farþegar séu í öryggisbelti og að börn noti viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan öryggisbúnað. Börn lægri en 150 cm skulu nota sérstakan verndarbúnað.

Aðgæta ber líka að í flestum bifreiðum í dag eru loftpúðar sem springa út við árekstur til að hlífa ökumanni og farþegum, en slíkur búnaður í framsæti getur verið hættulegur börnum. Best er að skoða leiðbeiningar með bifreiðinni og fara eftir þeim.

Posted in: Umferðarmál