Ökuferilskrá er hægt að fá á öllum lögreglustöðvum gegn því að framvísa persónuskilríkjum, en þá er hún sem dæmi prentuð út fyrir viðkomandi. Í sérstökum tilfellum, eins og t.d. þegar viðkomandi er ekki staddur á landinu, er hægt að senda tölvupóst á okkur í netfangið sektir(at)lrh.is, ásamt öllum persónuupplýsingum og útskýringu á hvers vegna ekki er hægt að koma á lögreglustöð. Þá er reynt að verða við því og senda hana rafrænt út.

Posted in: Umferðarmál