Upplýsingar um þetta eru t.d. í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, 74. gr., en þar er fjallað um að stjórn húsfélags skuli semja reglur og leggja fyrir húsfund þar sem meðal annars er lagt bann við röskun á svefnfriði í húsinu frá miðnætti til 07:00 að morgni. Undanþágur frá því banni, ef einhverjar eru, skal fara með skv. 74. gr. laganna sem orðast svo:

  1. gr.

„Stjórn húsfélags skal semja og leggja fyrir húsfund til samþykktar, sbr. 1. tölulið C-liðar 41. gr., reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lög þessi leyfa.“

Skulu reglur þessar, húsreglur, hafa að geyma sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að reglufesta í viðkomandi húsi.

Í húsreglum fjölbýlishúsa skal m.a. fjalla um neðangreind atriði:

  1. Umgengni um sameign og um afnot hennar og hagnýtingu.
  2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
  3. Skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss.
  4. Hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni.
  5. Reglur um hunda- og/eða kattahald sé það leyft, sbr. 13. tölul. A-liðar 41. gr.
  6. Reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.
  7. Reglur um hagnýtingu séreigna að því marki sem unnt er.

Sjá að öðru leyti lög um fjöleignarhús á heimasíðu Alþingis með því að smella hér.

Posted in: Hávaði