Það er aldrei gott að lenda í slíku og það er brot á lögum. Hins vegar er það oftast vegna vanmats á aðstæðum heldur en að það sé vegna ásetnings. En varðandi málið sjálft þá stendur það orð gegn orði og því erfitt að vinna slík mál, auk þess sem við tökum ekki að okkur að skamma fólk vegna ábendinga. Það er líka gott að temja sér ákveðið jafnaðargeð í umferðinni og láta slíkt ekki of mikið á sig fá og ekki kynda undir reiði.

Einu undantekningarnar sem við gerum eru þegar okkur berast margar tilkynningar á sama tíma um athugaverðan akstur ökutækis.

Posted in: Umferðarmál