Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir LRH) Hverfisgötu 113-115, 101 Reykjavík, sími 444 1000, netfang: lrh@lrh.is.

Persónuverndarfulltrúi: Hafa má samband við persónuverndarfulltrúa LRH í netfangið personuvernd@logreglan.is

Vöktun með eftirlitsmyndavélum er viðhöfð allan sólarhringinn í og við húsnæði og starfsstöðvar LRH. LRH viðhefur vöktun á starfsstöðvum sínum í þágu öryggis- og eignavörslu.

Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna LRH eigna- og öryggisvörsluskyni. Vinnslan byggist á heimild í 6 tl. 9. gr. laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679, til að gæta lögmætra hagsmuna LRH til að tryggja öryggi húsnæði, starfsemi, upplýsinga og starfsfólks.

Tegundir persónuupplýsinga: Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem fara um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra s.s. starfsfólk LRH og aðra.

Viðtakendur: Myndefni er einungis aðgengilegt ábyrgðaraðila þ.e. LRH sem hefur umsjón með vöktuninni á skjá í rauntíma og vinnslu upptöku efnisins ef við á. Efni gæti verið miðlað til tryggingafélaga sé það nauðsynlegt til uppgjörs tjóns og notað í meðferð sakamála eigi það við. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis: Myndefni sem verður til við vöktunina er varðveitt í 30 daga nema að nauðsyn krefjist þess að afmarkað myndefni verði varðveitt lengur. Sé myndefni sýnt eða afhent öðrum samanber framanritað er öðrum eintökum eytt.  Sjá að öðru leyti 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Réttindi einstaklinga: LRH er umhugað að allir sem sæti vöktun séu þess varir og því gerir LRH grein fyrir vöktun með skýrum hætti. Sá sem sætt hefur rafrænni vöktun á rétt á að skoða myndbandsupptökur sem verða til um hann við vöktunina. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að takmarkanir gildi ekki um aðgang að gögnum og upplýsingum á grundvelli laga. Er sérhver slík beiðni metin og tekin ákvörðun um hvaða upplýsingar eru veittar og hvernig fer með aðgang að þeim. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd: Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum, sjá vefslóð þeirra www.personuvernd.is.