Viðvörun vegna fyrirmælasvika
Undanfarnar vikur hafa netöryggissveitinni CERT-IS borist tilkynningar þar sem svikarar hafa blekkt fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir. Svo virðist sem að yfirstandandi bylgja beinist …
Undanfarnar vikur hafa netöryggissveitinni CERT-IS borist tilkynningar þar sem svikarar hafa blekkt fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir. Svo virðist sem að yfirstandandi bylgja beinist …
Brot 22 ökumanna voru mynduð á Norðurströnd á Seltjarnarnesi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Norðurströnd í austurátt, við Austurströnd. Á einni …
Brot 76 ökumanna voru mynduð á Arnarnesvegi í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarnesveg í vesturátt, að Sólarsölum. Á einni …
Munið eftir að gefa blóð áður en farið er í fríið! ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.2 CommentsComment on Facebook
Þið viljið ekki blóðið mitt sem er O - af því að ég er of gömul
nei, ég gef ekki blóð fyrr en allar heilbrigðar kennitölur á íslandi fá að gefa blóð.
Í gær sögðum við frá miklum hraðakstri við framkvæmdasvæði - en samtals mega 322 ökumenn eiga von á sekt.
Margir ökumenn eru að hafa samband við okkur til að kanna stöðuna og sjá hvort þeirra bíði sekt og af því tilefni er gott að nefna að sektir koma sjálfkrafa inn í heimabanka hjá fólki og þar ættu að vera allar leiðbeiningar þannig að hægt sé að ljúka málinu. Það ætti því að vera óþarft að hringja - allt er þetta í ferli.
... Sjá meiraSjá minna
5 CommentsComment on Facebook
Ef 322 ökumenn eru sektaðir á einum degi þá er eitthvað að merkingunum á þessu svæði.
Vel gert.
Vel gert 👍
Flestir kíkja nú raunar sjaldan í heimabankann nema um mánaðamót - hvenær hækka sektirnar og hvenær er eindagi á þeim?
Klárt og vel sagt.
Full ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu, en frá því um miðja síðustu viku hafa hundruð ökumanna verið staðnir að hraðakstri. Oft er um að ræða mjög gróf hraðakstursbrot og t.d. óku tveir um Suðurlandsveg á meira en 160 km hraða, en annar þeirra var ölvaður. Á Reynisvatnsvegi mældist bifreið á 115 þar sem leyfður hámarkshraði er 50 og í Arnarbakka ók ökumaður á rúmlega 100, en þar er 30 km hámarkshraði. Áður hafði verið sagt frá ökumanni sem ók Reykjanesbrautina á 185 km hraða svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst er að ökumenn þurfa að staldra við og hugsa sinn gang, en með sama áframhaldi mun fara illa og alvarlegt slys hljótast af.
Þegar kemur að akstri við framkvæmdasvæði tekur ekki mikið betra við. Þar hafa allnokkrir ökumenn, sem ekki virtu leyfðan hámarkshraða, verið sviptir ökuréttindum fyrir að hafa ekið á tvöföldum hámarkshraða og rúmlega það. Hér er sérstaklega vísað til Kringlumýrarbrautar, eða vegarkaflans á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar, en þar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Myndavélabíll lögreglunnar var staðsettur þar eftir hádegi í dag, en hámarkshraði á svæðinu er 30 vegna framkvæmdanna. Eftir vöktunina eiga 322 ökumenn von á sekt, en meðalhraði hinna brotlegu var 49. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut til norðurs í eina klukkustund og var brotahlutfallið 41%. Sjö óku á vel yfir 60 og fimm á meira en 70, en allir tólf ökumennirnir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar.
Ökumenn eru eindregið hvattir til að vera réttu megin við lögin, ekki bara til að forðast óþarfa útgjöld, heldur til að stuðla að umferðaröryggi allra.
Komum heil heim.
... Sjá meiraSjá minna
52 CommentsComment on Facebook
In my opinion, I think the fines are too low for certain infractions. If in the example of speeding, the maximum tolerance rate would be 10% and from then on the maximum fine would be 1 to 2 years without driving. And on the cell phone, 6 points each time you were intercepted plus the fine, which in my opinion would be 50,000kr
What of those impatient ones that will be behind u hooting 😆😆😆
Maybe it's time for Icelandic change? I understand the winds and downpours, but it's not like that every day
Elska líka þegar bílarnir eru alveg í rassgatinu á manni, er í Rimahverfinu og í Langarimanum er 30 km og hægri regla. Alltaf einhverjir sauðir sem keyra alveg upp við mann og halda að það sé að fara hafa áhrif. Það er erfitt að taka frammúr en það er hægt. Eeeelska að keyra á 30 og fá svona hálfvita á eftir mér.
Hvet ykkur til að koma og mæla í Mosfellsbæ. Aksturslag ansi margra í Skeiðholti myndi enda með sviftingu ökuréttinda þeirra, ef þið gætuð svona einu sinni séð ykkur fært að mæla hér á álagstímum.