11 Mars 2015 19:10
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað utan við Hressó í Austurstræti í Reykjavík um kl. 04.45 aðfaranótt laugardagsins 7. mars, en þar var ráðist á karl á þrítugsaldri. Konan, sem sést vinstra megin á meðfylgjandi mynd, er talin geta veitt upplýsingar um málið og er hún sérstaklega beðin um að hafa samband. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið svava.snaeberg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í síma lögreglunnar 444 1000.