30 Júlí 2012 12:00
Á níunda tímanum í gærkveldi varð umferðarslys á Djúpvegi nr. 61, n.t.t. austast í Norðdal, þegar komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði. Fólksbifreið, á leið niður af heiðinni, hafði lent út af veginum og ofan í vegrás sem þarna er. Lögregla og sjúkralið frá Hólmavík fór á vettvang. Ökumaðurinn, íslenskur karlmaður, reyndist látinn þegar að var komið. Tveir farþegar, erlendir ferðamenn, voru í bifreiðinni. Þeir voru fluttir á móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti þá á slysadeild í Reykjavík. Annar þeirra er enn í lífshættu en hinn er úr hættu.