13 Ágúst 2007 12:00

Fólksbifreið var ekið út af þjóðveginum sem liggur milli Hveragerðis og Þorlákshafnar á móts við Grímslæk í Ölfusi um kl. 18:09 í dag. Talið er að ökumaður, sem var einn á ferð, hafi misst stjórn á bifreið sinni. Lögregla og sjúkraflutningmenn komu fljótt á vettvang. Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á slysstað og er talið að hann muni hafa látizt samstundis. Að öðru leyti er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögreglan á Selfossi rannsakar málið og biður þá sem hugsanlega kunna að hafa orðið vitni að akstri bifreiðarinnar áður en slysið varð að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Um var að ræða græna bifreið af tegundinni Toyota Avensis.