30 September 2008 12:00

Um kl. 07 í morgun var tilkynnt um bruna í útihúsum í V-Fíflholti í V-Landeyjum. Allt tiltækt slökkvilið í Rangárvallasýslu var boðað á vettvang ásamt lögreglu. Unnið hefur verið að slökkvistörfum en tekist hefur að ráða við eldinn. Í útihúsunum voru um 200 nautgripir og varð hluti þeirra eldinum að bráð.

Verið er að vinna að mati á því hvort að fella þurfi fleiri dýr, ennfremur er verið að flytja dýr á aðra staði til vistunar.

Ljóst er að tjón er mikið og er húsið talið ónýtt.

Eldsupptök eru enn óljós, en unnið er að rannsókn og mun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verða heimamönnum til aðstoðar við vettvangsrannsókn.