12 Október 2011 12:00
Laust fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt vinnuslys á höfninni á Djúpavogi þegar verið var að losa salt úr skipi. Krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll niður á mann sem þarna var við vinnu sína. Maðurinn , sem var rúmlega fertugur, lést við slysið.
Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirliti ríkisins.