10 Apríl 2004 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli heldur uppi eftirgrennslan að tveimur erlendum karlmönnum sem fóru í gærmorgun, föstudaginn langa, um kl.10:30 á gamalli hvítri Willys jeppabifreið með svörtum blæjum frá bæi í Landeyjum. Ekki er vitað hvert för þeirra var heitið en talið er líklegt að stefna þeirra hafi verið eitthvað inn á hálendið, Fimmvörðuháls, Mýrdalsjökull eða jafnvel Jökulheima. Jeppabifreiðin er með skráningarúmerið BÖ 845, er á 38 tommu hjólbörðum með gylltar felgur, auðþekkjanleg jeppabifreið. Um er að ræða annars vegar karlmann sem ættaður er frá Luxumburg um 45 ára gamall, mjög snögg klipptur hvað hár varðar en með dökka skeggrót og hins vegar 68 ára gamlan Þjóðverja með mikið alskegg. Báðir þessir kalrmenn eru búsettir og starfa á Íslandi og ætluðu þeir að vera komnir til baka í gær á tímabilinu frá kl.17:00-18:00 en hafa ekki skilað sér enn. Lögreglan á Hvolsvelli biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um ferðir bifreiðarinnar eða vita hvar mennirnir eru niðurkomnir að hafa samband í síma 488 4111.