28 Apríl 2017 10:42

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið var vægast sagt með allt sem hugsast gat í ólagi. Bifreiðin var ótryggð og óskoðuð frá því árið 2015. Þá ók hann sviptur ökuréttindum. Loks vaknaði grunur um að hann æki undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og sýnatökur fóru fram. Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig grunaðir um fíkniefnaakstur.