18 Maí 2018 16:49
Fréttatilkynning.
Að gefnu tilefni, vegna fréttaflutnings af dómi Héraðsdóms Austurlands í máli S-17/2018, er karlmaður var sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi í 5 skipti, þrátt fyrir játningu, þar sem brot hans voru talin fyrnd, vill lögreglustjórinn á Austurlandi koma að eftirfarandi:
Í fyrsta lagi var málið alfarið rannsakað hjá lögreglunni á Suðurlandi og barst lögreglustjóranum á Austurlandi fullrannsakað í lok árs 2017. Í öðru lagi kemur skýrt fram í dómnum að málið fyrntist vorið 2017 og var því fyrnt þegar það barst lögreglustjóranum á Austurlandi. Ákveðið var að gefa út ákæru í málinu og láta reyna á nýtt ákvæði almennra hegningarlaga um heimilisofbeldi í grein 218 b, en fyrningarfrestur, ef háttsemi á við það ákvæði er 4 ár, en einungis 2 ár þegar um minniháttar líkamsárás er að ræða, en dómari féllst ekki á það sjónarmið.