11 Júní 2004 12:00

Þann 5. desember 2003 veitti ríkislögreglustjóri Þóri Marinó Sigurðssyni, lausn frá starfi lögreglumanns að fullu vegna sakfellingar í opinberu máli sem ríkissaksóknari höfðaði á hendur honum, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðinn 2. desember 2003. Héraðsdóminum var áfrýjað til Hæstaréttar sem sýknaði lögreglumanninn, sbr. dóm réttarins, uppkveðinn 27. maí sl.

Vegna niðurstöðu Hæstaréttar hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að skipa Þóri Marinó Sigurðsson sem lögreglumann við embætti lögreglustjórans í Reykjavík frá 15. júní 2004.

Ríkislögreglustjórinn, 11. júní 2004