4 September 2013 12:00

Göngum í skólann var sett í dag miðvikudaginn 4. september í Álftanessskóla í Garðabæ. Skólastjóri Álftanessskóla Sveinbjörn Markús Njálsson bauð gesti velkomna og sagði frá því hvað Álftanesskóli hefur gert í tilefni átaksins á undanförnum árum.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sagði frá verkefninu og kynnti bakhjarla þess, en þeir sem standa að verkefninu eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Aðstandendur verkefnisins afhentu skólanum fána verkefnisins sem fær að blakta við skólann meðan á átakinu stendur.

Við setninguna söng Sigríður Thorlacius við gítarundirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar. Meðal annars tóku þau lagið Vegir liggja til allra átta sem verður að teljast viðeigandi þegar átak eins og Göngum í skólann er sett.

Verkefninu var svo hleypt formlega af stokkunum með því að nemendur úr Álftanessskóla gengu eða hjóluðu hring í nærumhverfi skólans. Einnig gengu krakkar úr leikskólunum á Álftanesi, Krakka- og Holtakoti.