17 Ágúst 2015 15:21

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og frekar rólegt yfir öldurhúsum bæjarins um liðna helgi.

Alls liggja fyrir 6 kærur vegna brota á umferðarlögum og má m.a. nefna ólöglega lagningu ökutækis, vanræksla notkun öryggisbeltis í akstri og notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar.

Þá var, í vikunni, tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem stóð á efra bifreiðastæðinu við Godthaab í Nöf og sá sem tjóninu olli hafi farið í burtu án þess að tilkynna um óhappið.  Talið er að atvikið hafi átt sér stað á milli kl. 15:00 og 18:00 þann 15. ágúst sl.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki er vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna var um minniháttar óhapp að ræða og engin slys á fólki.