27 Október 2015 15:47

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni án þess þá að alvarlegt mál hafi komið upp.  Skemmtanahaldið gekk þokkalega fyrir sig um liðna helgi en eitthvað var þó um að aðstoða hafi þurft fólk vegna ölvunarástands þess.

Lögreglan fékk í vikunni tvær tilkynningar um búðarhnupl og er málið upplýst í öðru tilvikinu þar sem um var að ræða ungan dreng.  Í hinu tilvikinu er ekki ljóst með málavexti og er málið í rannsókn.  Ekki var um mikil verðmæti að ræða í þessum tveimur tilvikum.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka án þess að hafa öryggsibeltið spennt í akstri.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni en um var að ræða óhapp við Fiskibarinn þar sem bifreið sem ekið var austur Strandveg rann til í hálku með þeim afleiðingum að það lenti á húsi Fiskibarsins.  Minniháttar tjón varð bæði á bifreiðinni sem og húsinu.

Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna, núna þegar svartasta skammdegið er að ganga í hönd.