19 Janúar 2016 14:39

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin gekk ágætlega fyrir sig nema hvað lögregla þurfti að hafa afskipti af einu af öldurhúsum bæjarins þar sem ekki var farið að reglum er varða dyravörslu og aldur gesta.  Að vanda aðstoðaði lögregla fólk til síns heima vegna vímuefnaástands þess.

Alls liggja fyrir 13 mál er varða brot á umferðarlögum en flest þeirra varða ólöglega lagningu ökutækja eða 12. Í einu tilviki var ökumaður sektaður fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.