12 Nóvember 2014 12:00

Íbúar í Hlíðunum í Reykjavík eru almennt ánægðir með störf lögreglunnar og segja hana skila góðu starfi við að stemmu stigu við afbrotum. 89% íbúa voru þeirrar skoðunar samkvæmt könnun, Þolendakönnun – viðhorf til lögreglu, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét gera fyrr á árinu. Þeir voru hins vegar færri í Hlíðunum sem töldu lögreglu aðgengilega, eða 77%. Þetta og ýmislegt fleira athyglisvert kom fram á fundi lögreglunnar og lykilfólks í Hlíðunum, sem haldinn var í gær.

Um var að ræða árlegan fund, en á honum var enn fremur farið yfir stöðu mála og þróun brota í hverfinu. Mætingin var í dræmara lagi, en þeir sem mættu höfðu sannarlega mikinn áhuga á málefninu. Hinir sömu höfðu m.a. áhyggjur af umferðinni, ekki síst við skólana, og bent var á mikilvægi sýnileika lögreglu. Forvarnarmál voru líka fyrirferðamikil á fundinum, en tölfræði frá honum má nálgast með því að smella hér.