4 Júlí 2009 12:00
Mikið annríki var hjá lögreglu í nótt. Tvær líkamsárásir komu til kasta lögreglu, Afskipti voru höfð af ölvuðu fólki í sundlaug utan opnunartíma, mikil ölvun og töluvert af fólki á svæðinu.
Undir morgun var tilkynnt um tvö skemmdarverk og þjófnaði. Rannsókn þeirra mála gengur vel.
Í heildina gengur hátíðn vel og virðast allflestir þeirra sem lagt hafa leið sína til Hafnar vera komnir til að skemmta sér með heimamönnum enda dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull.
Það er í raun sorglegt að hugsa til þess að alltaf séu einhverjir einstaklingar sem ekki una sér með öðru fólki og finnst sjálfsagt að valda tjóni og leiðindum hvar sem þeir koma..