17 Ágúst 2011 12:00

Kl. 04:51 í morgun fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um yfirstandandi innbrot í sumarbústað í Úthlíð.  Á leið sinni þangað mætti lögreglan meintum gerendum á bíl en þeir sinntu ekki stöðvunarmerkjum og reyndu að komast undan lögreglu.   Þeim var veitt eftirför og lokanir undirbúnar á áætlaðri leið þeirra á Selfoss en ökumaður bílsins fór hinsvegar af Biskupstungnabraut um Þingvallaveg, Grafningsveg og Nesjavallaleið.   Þá voru settar upp lokanir á Nesjavallaleið, skammt vestan Dyrfjalla,  en hann hundsaði þær og akstur hans stöðvaðist ekki fyrr en komið var niður undir Reykjavík. Þar lenti hann út af vegi þegar hann var að reyna að koma sér framhjá lokun sem lögreglan þar hafði sett upp.   Engin slasaðist í útafakstrinum og litlar skemmdir munu vera á bílnum.  Í bílnum reyndust vera tveir aðilar, með ætlað þýfi,  sem nú verða fluttir í fangageymslur á Selfossi vegna rannsóknar málsins.  

Lögreglan á Selfossi þakkar Sérsveit Ríkislögreglustjóra og Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins veitta aðstoð í málinu.