14 Desember 2011 12:00
Þann 25. nóvember s.l. rann út umsóknarfrestur varðandi nám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins fyrir námsárið 2012. Alls bárust valnefnd skólans 79 umsóknir, 5 umsækjendur uppfylltu ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 74 umsækjendur boðaðir í inntökupróf.
11 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eða mættu ekki til prófa og 22 umsækjendur féllu á inntökuprófum. Þeir sem stóðust inntökupróf voru því alls 41, þeir hafa allir mætt til viðtals hjá valnefnd Lögregluskóla ríkisins sem á morgun, 15. desember, velur úr þessum hópi 20 nýnema til að hefja nám við grunnnámsdeild skólans. Að loknu valinu verður öllum umsækjendum kynnt niðurstaða valnefndar.
Grunnnám nýnemanna mun hefjast þann 10. janúar 2012.