23 September 2008 12:00

Fyrir viku síðan var stolið kerru úr Mosfellsbæ en um er að ræða óskráða kerru, sérsmíðaða, opna, 2ja öxla, m/lágum skjólborðum, galvaniseruð. Kerruna má sjá á meðfylgjandi mynd en sá sem getur gefið upplýsingar um hvar hún er niðurkomin er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna á höfðuborgarsvæðinu í síma 444-1100.