18 Febrúar 2013 12:00

Síðastliðinn föstudag handtók lögreglan á Vestfjörðum karlmann og framkvæmdi húsleit á heimili hans og vinnustað.  Lögreglunni höfðu borist kærur frá fjórum aðilum vegna meintra kynferðisbrota mannsins.  Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.  Rannsókn málsins er í fullum gangi. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um það á þessu stigi.