23 Janúar 2008 12:00
Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót. Þátttaka Guðrúnar í alþjóðlegu samstarfi margra baráttuhópa sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi hefur vakið óskipta athygli og hún sýnt óskoraða forystu fyrir Íslands hönd.
Að valinu stendur sérstakur samstarfshópur en í honum eiga sæti tveir fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarvæðinu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í sjötta sinn sem samstarfshópurinn velur Ljósbera.
Guðrún Jónsdóttir ásamt félögum úr samstarfshópnum.